Einungis 1 af 100 sprengjuódæðum upplýst í Suður-Svíþjóð

Afar fá sprengjuódæði upplýsast í Svíþjóð. Í fyrra var aðeins einn maður dæmdur fyrir sprengjutilræði í Suður-Svíþjóð en samtals voru sprengjuódæðin 257 í Svíþjóð ár 2019 og er það um 60% aukning frá 2018.

Palle Nilsson hjá lögreglunni í Svíþjóð sem vinnur að verkefninu „Hrímfrost” segir í viðtali við Dagens Nyheter að „hann geti ekki gefið upp neinar ákveðnar tölur hér og nú en afskaplega fá mál leysast.”

Samkvæmt Dagens Nyheter voru yfir 100 sprengjuódæði framin í Suður-Svíþjóð í fyrra en aðeins einn hefur verið dæmdur sekur í einu tilviki. Að sögn blaðsins veldur það erfiðleikum við að komast yfir sönnunargögn að þau springa sundur í sprengingum. Að auki eru sprengjumenn oftast komnir langt í burtu frá sprengjustað áður en sprengjan springur.

Blaðið segir að þrátt fyrir að mjög fá mál upplýsist, þá viti lögreglan nokkurn veginn, hverjir það eru sem fremja sprengjuglæpi í landinu. Eru það meðlimir um það bil 50 glæpagengja sem einnig er talið að séu að baki flestra skotbardaga í Svíþjóð.

Þá má geta þess að sprengjuárásir eru orðnar svo tíðar í Svíþjóð að sett hefur verið upp sérstök síða á Wikipedia þar sem haldið er utan um tölfræði sprenguárásanna en þar kemur meðal annars fram að á aðeins fyrstu sjö mánuðum ársins voru þær orðnar 120 talsins og hafði þá fjölgað um 83 tilvik sé miðað við sama tíma á árinu á undan. Smelltu hér til þess að skoða Wikipedia síðuna.

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila