Guðs mildi að enginn slasaðist – stærsta sprengjan í Stokkhólmi – meðvitaður glæpur en „ekki hryðjuverk“ segir lögreglan

Á blaðamannafundi lögreglunnar í Stokkhólmi mánudag kom fram að þetta væri ein af stærstu sprengjum ef ekki sú stærsta sem sprengd hefði verið í glæpsamlegum tilgangi í Stokkhólmi. Lögreglan slær föstu að um glæp sé að ræða og biður almenning um aðstoð við að ná þeim sem frömdu ódæðið. Málið er klassað sem „sérstakur atburður” og gefur lögreglunni í Stokkhólmi aðgang að auka styrk lögreglu annars staðar af landinu til að vinna að lausn málsins. Er lögð sérstök áhersla að reyna að finna þá seku eins fljótt og auðið er.

Erik Widstrand yfirmaður lögreglunnar í Stokkhólmi

Þetta er sérstaklega alvarlegur atburður og við munum nota þekkingu og styrk alls svæðisins og að auki vinna fljótt” sagði Erik Widstrand lögreglustjóri Stokkhólmsborgar í viðtali við sænska sjónvarpið.

Lögreglan tengir ekki sprengjuna í Stokkhólmi við sprengjuna í Uppsala og vildi heldur ekki bera saman við  sprengjuna í Linköping í fyrra sumar þegar yfir 250 íbúðir skemmdust.  Lögreglustjórinn sagði að það væri mikið lán í óláni” að enginn hafði slasast.  Niðurdregnar rúllugardínur björguðu m.a. einni fjölskyldu sem fékk fljúgandi gler yfir rúmin sem þau sváfu í.  

Hin kraftmiklu sprengja er frétt víða um heim t.d. RT. Sumir íbúar hverfisins tala um stríðsvöll” og m.a. skemmdist dagvistunarskóli barna rétt hjá. Aftonbladet hefur birt myndir af miklum skemmdum inni í húsinu m.a. hurð á lyftu sem eyðilagðist við sprenginguna. Þá voru einnig göt í gólfum.

„Það var eins og stríð hefði skollið á. Slíkur var hvellurinn. Ótrúlega dramatískt“ sagði kona sem bjó í húsinu við Aftonbladet. Hér að neðan má sjá myndir af vettvangi

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila