Heimsmálin: Svíþjóð eins og stríðssvæði

Glæpir eins og skotárásir, sprengingar, hnífsstungur og nauðganir eru orðnir svo algengir í Svíþjóð að íbúar upplifa ástandið eins og stríðsástand. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar sem búsettur er í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Gústaf sagði nýlega frá sprengjuárás í bænum Lynköping og virðist því ástandi sem þar er hreint ekki nærri lokið “ í nótt sprakk önnur sprengja þar í vöruskemmu lögreglunnar og sprengingin var svo öflug að skemman hreinlega hvarf segir Gústaf.

Málavextir eru þeir að í skemmunni hafði lögreglan geymt vélhjól sem hafði verið tekið í vörslu lögreglu og þegar þeir hugðust skila því til eigandans tóku þeir eftir einhverju óvenjulegu við sætið á hjólinu

þeir mátu það sem svo að þeir kölluðu til sprengjusveit og rýmdu stórt svæði í kringum skemmuna og fluttu íbúa á brott, og þegar þeir sprengdu sprengjuna urðu einhver mistök svo skemman sprakk í loft upp„. Ekki er vitað hverjir komu sprengjunni fyrir en málið er í rannsókn.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.  

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila