Svíþjóðardemókratar mælast stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar

Jimmy Åkesson leiðtogi Svíþjóðademókrata

Í nýrri könnun Demoskops í nóvember mælast Svíþjóðademókratar í fyrsta sinn á afgerandi hátt stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar. Fylgið mælist 24% sem er nýtt met og mikil aukning frá síðustu kosningum.

Sósíaldemókratar fá aðeins 22,2% sem er lægsta fylgi sósíaldemókrata sem mælst hefur í Demoskopskönnun. Könnunin var gerð fyrir Aftonbladet í 2048 viðtölum milli 4. – 13. nóvember þar sem spurt var: Hvaða flokk myndir þú kjósa ef það væru kosningar í dag.


Jimmy Åkesson leiðtogi Svíþjóðademókrata segist ekki vera hissa á útkomunni: 

”Við höfum nálgast Sósíaldemókratana allt haustið. Ég hef fullyrt það lengi að við verðum fyrr eða síðar stærsti flokkurinn. Við höfum allan tímann verið samkvæm okkur og talað um glæpagengin, öryggisleysið sem breiðir úr sér, aðlögunarstefnu í innflytjendamálum sem hefur ekki verið að virka en í staðinn gert ástandið enn þá verra. Sífellt fleiri uppleva vandamálin dags daglega og taka afstöðu til þeirra. Þá verðum við trúverðugur valkostur.”

C = Centern  (Miðflokkurinn)
L = Liberalerna  (Frjálslyndir)
M = Moderaterna
KD = Kristdemokraterna
S = Socialdemokraterna
V = Vinstri flokkurinn
MP = Umhverfisflokkurinn
SD = Svíþjóðademókratarnir

Åkesson  telur þá þróun, að Svíþjóðademókratar eru nú stærsti flokkurinn, vera sönnun þess að áratuga völd sósíaldemókrata hafa náð enda:


” Þetta eru góð skifti í sænskum stjórnmálum. Við náum kannski ekki að halda uppi afar háum tölum allt kjörtímabilið en getum í staðinn slegist við sósíaldemókrata á grundvelli þess að við erum stærsti flokkurinn þegar við göngum til kosninga árið 2022.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila