Svíþjóð setur Evrópumet í dauðsföllum af völdum Covid-19

Skv. Reuters á Svíþjóð Evrópumet í fjölda látinna í COVID-19 miðað við fólksfjölda síðustu sjö daga.  Á meðan faraldurinn virðist gangan niður í öðrum löndum er ekkert lát á fjölda andláta vegna veirunnar í Svíþjóð. Hefur faraldurinn bitið sig fastan m.a. á elliheimilum og smit borist þangað með starfsfólki.

Eins og kunnugt er fer Svíþjóð eigin leiðir s.k. hjarðónæmis eitt landa í heiminum sem vægast sagt hefur hlotið mikla gagnrýni. Útskýring sænskra yfirvalda á aðferðinni er að ekki þurfi að loka starfsemi eins og í öðrum löndum þar sem Svíar fylgi sjálfviljugir ráðleggingum yfirvalda. 


Þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda var að meðaltali 6,25 andlát á hverja milljón íbúa í Svíþjóð síðustu sjö daga sem er allra versta útkoman í Evrópu á tímabilinu. Bretland er í öðru sæti með 5,75 látna úr kórónuveirunni miðað við milljón íbúa. Tekið yfir lengra tímabil er Svíþjóð með lægri tölu en Bretland, Spánn, Ítalía, Belgía og Frakkland en miklu hærri tölu en hin Norðurlöndin.  


Aðferð Svíþjóðar hefur leitt til miklu fleiri látinna en í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Samtímis hefur sænsku efnahagslífi verið hlíft með minni skaða en í grannlöndunum. Svíþjóð hefur ekki lokað mörgum skólum, veitinghúsum og fyrirtækjum á meðan faraldurinn hefur geisað og borgar hátt verð í mannslífum fyrir. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila