Heimsmálin: Svíar undirbúa sig undir mannfall vegna Kórónuveirunnar

Svíar hafa nú hafið undirbúning að því að setja upp aðstöðu til þess að taka á móti líkum þeirra sem látast vegna Kórónuveirufaraldursins sem nú skekur heimsbyggðina. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir að meðal annars sé búið að koma upp gámastæðum sem ætlunin sé að geyma lík þeirra sem látast vegna faraldursins. Þá sé ótalinn allur annar undirbúningur sem miðar að því að taka á móti fólki sem mun veikjast.

Í Svíþjóð er slaki á reglum vegna faraldursins töluverður og er landið sagt eitt landa sem ekki hefur gripið til mjög harðra aðgerða en þar er þó í gildi samkomubann, en það hefur sætt talsverðri gagnrýni að það taki aðeins til þeirra samkoma sem 500 eða fleiri sækja.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila