„Núna hrynur velferðin um gjörvalla Svíþjóð“

Heimilislaus maður í Stokkhólmi Ljósmyndari Frankie Fouganthin

Lotta Gröning greinarhöfundur í sænska Expressen fyrrum sósíaldemókrati, segir að sveitarstjórnmálamenn í Svíþjóð þurfi á öllum hamingjuóskum að halda „því í ár 2020 er allt útlit á skelfilegu ástandi, velferðarkerfið í Svíþjóð er á barmi hruns“ skrifar Lotta.

 „Átta af tíu sveitarfélögum neyðast til mikils sparnaðar á árinu. Ríkið hefur hætt greiðslum fyrir móttöku flóttamanna og peningum til þjónustu við aldraða. Dettur nokkrum í hug að 80% af öllum sveitarfélögum hafi eytt peningunum í svallveislur og langi núna til að hækka skattinn?“ spyr Lotta.

Lýsir hún ástandinu í nokkrum sveitarfélögum eins og Kramfors, Hörby og Filpsstað sem allar neyðast til að skera verulega niður grunnþjónustu til meðborgaranna. Í Svíþjóð eru alls 290 sveitarfélög starfandi.

„Blaðið Kommunalarbetaren hefur listað öll sveitarfélög sem skera niður á heilsugæslu og félagsþjónustu. Samtals 180 sveitarfélög. 209 sveitarfélög voru rekin með samtals 1,8 milljarða sænskra króna tapi í nefndum með ábyrgð á eldriþjónustu.“ 

„Bætið svo við að 60% af sveitarfélögum ríkisins ætla að loka skólum og 64% að segja upp starfsfólki. Með öðrum orðum þá er verið að leggja niður stór svæði í landinu,“ skrifar Lotta Grönberg.

Ár 2015 dásamaði Karl-Petter Thorwaldsson, formaður sænska verkalýðssambandsins LO, innflutning flótta- og farandfólks til Svíþjóðar og taldi það „leiða til ofurefnahagskerfis með 4-5% hagvöxt.“  Raunveruleikinn er aftur á móti sá í dag, að Svíþjóð hefur versta hagvöxt ESB undir 1%.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila