Skilaboð dagsins: Svíar lækka ellilífeyrinn 2022

Svíar hafa ekki efni á því að viðhalda sömu kjörum ellilífeyrisþega eftir kórónufaraldurinn og áður. Ellilífeyrisstofnun ríkisins hefur reiknað út að lækkun tekjulífeyris þurfi að lækka um a.m.k. 2,7 % árið 2022 til að endar ríkisins nái saman. Líklegast verður lækkunin enn stærri, því allar tölur um minnkandi efnahag kórónukreppunnar eiga enn eftir að koma í ljós. Búast má við að lækkunin komi til framkvæmda eftir þingkosningarnar í Svíþjóð 2022.


Ole Settergren hjá Pensionsmyndigheten segir að lækkun 2021 verði skotið fram til ársins 2022 og komi þá fyrst til framkvæmda og verði þá tæp 2,7% sem eru stórar fjárhæðir


„2,7% lækkun er mikil. Sú lækkun mun merkjast framar öllu hjá þeim sem hafa stærri hluta lífeyris í tekjubundnum ellilífeyri.”  Mikael Nyman segir við TT að „aðstoðarpakkar ríkisstjórnarinnar til að draga úr áhrifum kórónukreppunnar á efnahagslífið fresti lækkun ellilífeyrisins um eitt ár.” 


Atvinnuleysi að nálgast 10%

Atvinnuleysi hefur stóraukist í Svíþjóð frá háum grunni og nú eru tölur að nálgast 10% og sér ekki í endann á gjaldþrotum fyrirtækja og uppsögnum starfsmanna. Í síðustu viku bættust tæplega 11 þúsund manns í hóp atvinnulausra sem nú fer að nálgast hálfa milljón manns í Svíþjóð. Atvinnuleysi ungs fólks á aldrinum 18-24 ára er um 13,3% og fer vaxandi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila