Svíþjóð verður með hörðustu innflytjendastefnu ESB á eftir Danmörku

Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata segir Svíþjóðardemókrata fá mikil stjórnmálaleg áhrif, þótt þeir séu ekki með í ríkisstjórninni.

Fá enga ráðherra en ríkisstjórnin framfylgir stefnu Svíþjóðardemókrata í innflytjendamálum

Svíar munu halda sér við algjört lágmark ESB þegar kemur að innflytjendamálum, segir Henrik Emilsson, sérfræðingur í fólksflutningum í viðtali við TT. Það verða miklar breytingar, Svíþjóðardemókratar hafa í grundvallaratriðum fengið allar sínar kröfur í gegn. Og pólitískir andstæðingar hægri manna klóra sér í höfðinu. „Ulf Kristersson verður forsætisráðherra en verður bílstjóri ríkisstjórnarrútu Jimmie Åkesson“ skrifar Annie Lööf sænska Miðflokknum á Twitter (sjá neðar á síðunni).

Ulf Kristersson, leiðtogi Moderata, kynnti í síðustu viku hvernig stjórnarmyndun hans myndi að líta út og verða engir ráðherrar með í ríkisstjórninni frá Svíþjóðardemókrötum, þótt þeir séu stærsti hægri flokkurinn og sigurvegari kosninganna. En Svíþjóðardemókratar koma mikilvægustu málefnum flokksins í gegn sem eru með í nýja stjórnarsáttmálanum. Auk þess mun SD fá sína eigin svokallaða samræmingarskrifstofu í ríkisstjórnarskrifstofunni í Rosenbad, sem þýðir að flokkurinn mun geta skipað pólitíska embættismenn í fyrsta sinn, skrifar Expressen.

Einungis verður tekið á móti 900 kvótaflóttamönnum á ári í stað 5.000. Dvalarleyfi vegna hælisumsókna verða tímabundin. Einnig verða gerðar kröfur um framfærslugetu við innflutning fjölskyldu hælisleitenda og kröfur hertar til að fá sænskan ríkisborgararétt. Jimmie Åkesson, leiðtogi SD, sagði á blaðamannafundi í fyrri viku:

„Valdabreytingin þýðir grundvallar stefnubreytingu í innflytjenda- og aðlögunarmálum innflytjenda. Það er enginn vafi í mínum huga að stjórnarsáttmálinn þýðir einmitt það. Hugmyndafræðilega breytingu.“

Kratar og kommar sjóða af reiði yfir vilja meirihluta Svía

Henrik Emilsson, sérfræðingur í innflytjendamálum,segir að þetta sé harðasta innflytjendastefnan innan ESB. Öll mál sem hafa áhrif á innflytjendamálin eru tekin með, Svíþjóðardemókratar hafa skv. honum fengið allt sem þeir vildu með í stjórnarsáttmálann.

„Frá því að hafa verið opnasta landið í ESB, fáum við sennilega hörðustu innflytjendastefnu ESB, fyrir utan Danmörku.“

Ríkisstjórnin verður í grundvallaratriðum að framfylgja stefnu SD, vinstrimenn eru æfir. Á samfélagsmiðlum er því m.a. haldið fram að „þjóðleg íhaldsstjórn“ hafi völdin í Svíþjóð. Að sögn Märta Stenevi frá Umhverfisflokknum, er ríkisstjórnarsáttmálinn „þjóðernissinnaðasta og íhaldssamasta ríkisstjórnaráætlun, sem Svíþjóð hefur nokkurn tíma séð og það á að hrinda henni í framkvæmd af öfgahægri embættismönnum í ríkisstjórninni.“

„Yfirlýsingin í dag sýnir hið augljósa. Ulf Kristersson verður forsætisráðherra en fær að stýra ríkisstjórnarrútu Jimmie Åkesson. Í hverri ákvörðun, fjárlögum, fær SD neitunarvald og tækifæri til að gera víðtækar gagnkröfur. SD tekur nú sæti í stjórnarráðinu – það er sögulegt og ótrúlegt“ skrifar fráfarandi leiðtogi Miðflokksins, Annie Lööf á Twitter.

„Þetta var brotlending frjálshyggjunnar. Það varð engin borgaraleg, frjálslynd valdabreyting. Þetta eru íhaldssöm, þjóðernissinnuð valdaskipti“ skrifar Lööf í annarri hneykslisfærslu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila