Svíþjóðardemókratar auka fylgið – mælast næst stærsti flokkur Svíþjóðar í dag

Jimmie Åkesson á Stjórnmálavikunni á Gotlandi 2016. Svíþjóðardemókrater mælast nú næst stærsti flokkur Svíþjóðar. (WikiCommons CC 2.0)

Í nýjustu skoðanankönnun Novus 19. – 26. júlí mælast Svíþjóðardemókratar með 21,6% fylgi og eru næst stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar á eftir Sósíaldemókrötum sem hafa 23,8% fylgi. Móderatar eru í þriðja sæti með 21%. Sósíaldemókratar falla mest – 1,7% og Móderatar – 0,8% miðað við júníkönnun Novus. Stærstu jákvæða breytingu í aukningu fylgis hefur Vinstri flokkurinn sem eykur fylgið með 2,1% og er talið að fylgisaukningin komi í kjölfar stöðvunar flokksins á áformum ríkisstjórnar Stefan Löfvens að leyfa markaðsleiguverð í nýbyggðum fasteignum.

Mattias Johansson hjá Svíþjóðardemókrötum SD segir í viðtali við sænska sjónvarpið SVT, að tölurnar séu gleðjandi: „Við fáum góð viðbrögð við lausnum okkar á mörgum þjóðfélagsvandamálum í dag.“

Vinstri flokkurinn V, sem bætti við sig rúmlega 2% frá júní skv. Novus, hefur núna mesta fylgi síðan mælingar Novus hófust 2006 eða 13,3%. Aron Etzler flokksritari Vinstri flokksins segir í viðtali við SVT, að hann telji að fólk meti stöðvun flokksins á hækkun húsaleigu fyrir 3 milljónir Svía: „Mér sýnist vera mörg merki um að það gangi vel fyrir Vinstri flokknum“ og bendir jafnframt á, að margar nýjar umsóknir um að gerast meðlimir í flokknum hafi komið inn.

Miðflokkurinn jók fylgið frá 7,9% upp í 8,9%. Bæði Alþýðuflokkurinn og Umhverfisflokkurinn lenda undir 4% reglunni með 2,2% og 3,8% sem þýðir að flokkarnir næðu ekki inn á þing. Sósíaldemókratar tapa mest og falla frá 25,5% niður í 23,8%.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila