Svíþjóðardemókratar fagna samþykkt fjárlagafrumvarps stjórnarandstöðunnar

Svíþjóðardemókratar voru yfir sig ánægðir vegna samþykktar fjárlaga stjórnarandstöðunnar í gær. Hafa þeir dreift myndum og myndböndum á netinu, sem sýna þá skála í kampavíni og fagna sigrinum.

Í gær lagði Miðflokkurinn niður atkvæði sín í atkvæðagreiðslu um fjárlögin en flokkurinn var í fýlu út í sósíaldemókrata fyrir að hafa samið við Vinstriflokkinn í stjórnarviðræðum áður en Magdalena Andersson var kjörin forsætisráðherra. Miðflokkurinn ákvað því að fella niður atkvæði sín, þegar fjárlög ríkisstjórnarinnar voru lögð undir atkvæði og féllu fjárlögin. Í staðinn var greitt atkvæði um fjárlög stjórnarandstöðunnar, sem voru samþykkt.

Svíþjóðardemókratar voru svo ánægðir, að þeir sendu þakkartíst til Annie Lööf formanns Miðflokksins fyrir aðstoðina (sjá tíst hér að neðan). M.a. verða lækkaðir skattar á vinnu, bensíni og dísel og meiri peningar settir í réttarfarskerfið.

Oscar Sjöstedt, fulltrúi Svíþjóðardemókrata í efnahagsmálum segir: „Þetta er mikill áfangi, þetta er í fyrsta sinn, sem við unnum með Móderötum og Kristdemókrötum í fjárlagagerð.

Deila