Svíþjóðardemókratar krefjast rannsóknar á lokun SwebbTV – segja ríkisstjórn Svíþjóðar eiga hlut að máli

Mikael Willgert einn af aðaleigendum SwebbTV með áramótaþátt, þar sem ritskoðun netrisanna og Endurræsingin mikla var til umfjöllunar.

Á Þorláksmessu lokaði Google SwebbTV á Youtube og fjarlægði alla þætti og myndbönd sjónvarpsstöðvarinnar um 700 stk. Stöðin hafði um 65 þúsund fylgjendur á Youtube. Einnig hefur Google eytt öllum gögnum stöðvarinnar sem voru vistuð hjá Google Docs. Einnig var einkasíðum starfsmanna SwebbTV lokað og þeir útilokaðir frá því að komast inn á Youtube. Í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni segir að „Swebbtv hefur verið fjarlægt og ritskoðað.“ Hægt er að sjá þætti á heimasíðu stöðvarinnar sem enn fær að vera í friði.

Stöðin er rekin fyrir stuðningsfé áhorfenda og hlustenda og af dugnaði starfsmanna. Forstjóri SwebbTV Mikael Willgert segir í viðtali við Epoch Times að Youtube sé siðlaust: „Þetta er afar skaðlegt fyrir alla sem hlut eiga að máli. Ég á erfitt með að sjá hvernig Youtube sem er í eigu Google geti séð vinning fyrir sig í málinu. Þetta skapar svo neikvætt orðspor, er slæmur rómur um starfsemi þeirra. Hvernig getur nokkuð fyrirtæki lagt upplýsingar sínar í Google himininn? Hvernig á maður að vita nema þeir selji upplýsingar í leyni til samkeppnisaðila? Hvernig veit maður, að þeir taki ekki upplýsingar úr bréfaþjónustu sinni og selji áfram?“

Netrisar eiga ekki að fá að fjarlæga löglegt efni af netinu

Miael Willgert heldur áfram: „Allir geta séð á vefsíðu okkar swebbtv.se þar sem þættir okkar finnast áfram að fullyrðingar Googles um brot gegn reglum Googles eru einfaldlega falskar.“

Björn Söder, þingmaður Svíþjóðardemókrata, hefur sent sænsku ríkisstjórninni bréf og krefst svara um lokun SwebbTV sem „alvarlega íhlutun í lýðræðið og málfrelsið í Svíþjóð. Réttarfarsríkið á að veita fjölmiðlum og starfsmönnum þeirra vernd vegna þrýstings sem beitt er til að takmarka frelsi og réttindi þeirra, í stað þess að þaggað sé í þeim með algóriþmum eða af hreinum geðþótta.

Ef innhaldið brýtur ekki í bága við svensk lög, þá á það að fá að vera áfram. Málfrelsi Svía á ekki að vera stjórnað af andlitslausum starfsmönnum netrisa félagsmiðlanna“ skrifa Svíþjóðardemókratar í innleggi á Facebook.

Netrisarnir á ríkisjötunni í Svíþjóð

Aðdragandi málsins er eins og áður hefur komið fram í Heimsmálum útvarps Sögu, að sænska ríkisstjórnin hefur gert viðskiptasamninga við Google og Facebook um byggingu risastórra netvera í Svíþjóð. Í því samhengi njóta netrisarnir ýmissa fríðinda eins og t.d. lækkun raforkuskatts frá 41,38 aurum/kwst sem heimilin greiða í 0,5 aura kwst. Að auki hafa netrisarnir fengið beinan fjárstuðning gegnum rafmagnsskírteinakerfi ríkisstjórnarinnar og samtals eru netrisarnir ríkisstuddir um milljarða sænskra króna.

Dómsmálaráðherra Svíþjóðar segir það „einkamál“ netrisa, hvað þeir vilja birta

Í kosningabaráttunni 2018 kallaði Morgan Johansson dómsmálaráðherra sósíaldemókrata Google og Facebook á fund, þar sem farið var fram á að netrisarnir stunduðu „frjálsa“ ritskoðun á netinu fyrir hönd sænska ríkisins. Thomas Mattsson fv. ritstjóri Expressen var með á fundinum til að leggja fram upplýsingar um hvaða „myrkraröfl ógnuðu lýðræðinu í Svíþjóð.“ Morgan Johansson hefur verið krafinn upplýsinga um innihald fundarins og hvaða fjölmiðla ríkisstjórnin hefur farið fram á við netrisana að þeir fjarlægi af netinu. Engar fundargerðir finnast frá fundinum og því hafa Svíþjóðardemókratar farið fram á opinbera rannsókn um málið. Dómsmálaráðherran bandar málinu frá sér og segir það einkamál netrisanna „hvað þeir ákveða að megi að vera á síðum sínum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila