Svíþjóðardemókratar stærsti flokkur Svíþjóðar í nýrri mælingu

Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata

Samkvæmt nýrri mælingu Sentio 12.-16. nóvember mælast Svíþjóðardemókratar enn á ný stærsti flokkur Svíþjóðar. Fá þeir 25,2% en sósíaldemókratar 23,3%. Móderatar fá 19,8%, Vinstri flokkurinn9,9%, Kristdemókratar 5,9%, Centern 5,8%, Umhverfisflokkurinn 3,3% og Frjálslyndir 3,3%. Samkvæmt þessarri niðurstöðu hverfa bæði Umhverfisflokkurinn og Frjálslyndir af þingi, þar sem það þarf 4% til þess að komast inn á þing í Svíþjóð.

Samkvæmt þessari útkomu næðu Svíþjóðardemókratar og Móderatar að mynda einir meirihlutastjórn í Svíþjóð með eins manns meirihluta sem færi upp í 24 manna meirihluta ef Kristdemókratar mynduðu stjórn með Svíþjóðardemókrötum og Móderötum.

Munur á niðurstöðum kannana

Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu yfir skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna í Svíþjóð mæla fyrirtækin öll ekki á sama veg. Einn mælikvarði gæti því verið að leggja saman útkomu allra skoðana t.d. fyrir einn mánuð og deila í niðurstöðuna með fjölda skoðana til að fá fram meðaltalið. Þetta eru spár og rétt svar kemur þegar talið er upp úr kjörkössum eftir kosningar.

Tafla yfir útkomu helstu skoðanakannana á fylgi stjórnmálaflokkanna í október og það sem af er nóvember mánaðar í ár.

Deila