Svíþjóðardemókratar taka upp vinnuskyldu fyrir innflytjendur á bótum eftir tilhögun danskra sósíaldemókrata

Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata tekur undir tillögur danskra jafnaðarmanna um að gera kröfur um vinnuframlag þeirra innflytjenda sem geta unnið til að fá framfærslubætur ríkisins. Er um að ræða fyrst og fremst innflytjendur sem eiga erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn og sitja aðgerðarlausir heima oft árum saman eða jafnvel alveg fram á ellilífeyri. (©News Øresund – Johan Wessman CC 2.0)

Krafa um vinnuframlag til að fá lífsviðuværi hjá fullfrískum og vinnufærum innflytjendum til að flýta fyrir aðlögun að samfélaginu

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur krefst þess, að félagsbætur til innflytjenda með „aðlögunarþarfir“ verði skilyrtar með 37 tíma vikulegri vinnuskyldu viðkomandi. Í Svíþjóð taka Svíþjóðardemókratar upp danska boltann og boða það sama fyrir innflytjendur í Svíþjóð. Sænskir sósíaldemókratar horfa mállausir á.

Danska ríkisstjórnin ætlar að innleiða vinnuskyldu fyrir starfshæfa einstaklinga með „aðlögunarþarfir.“ Ríkisstjórn Stefan Löfvens í Svíþjóð sýnir málinu engan áhuga en formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmie Åkesson segir í viðtali við Aftonbladet „að það sé ósanngjarnt að fólk geti lifað á bótum hversu lengi sem helst, án þess að leggja sjálft neitt til málanna.“

Í Danmörku leggja sósíaldemókratar til 37 tíma vinnuskyldu á viku sem skilyrði til að fá rétt til áfrmhaldandi bóta: „Markmiðið er, að allir með þarfir á að aðlagast samfélaginu – bæði nýkomnir innlfytjendur og einnig þeir, sem verið hafa í lengri tíma á bótum, –að kröfurnar nái til allra.“

Munu hreinsa strendur og skóg

Þar sem oft á tíðum er um að ræða einstaklinga, sem skortir menntun eða reynslu til að komast inn á venjulega vinnumarkaðinn, þá vinna þeir við störf eins og að hreinsa strendur og skóg. Þannig fá þeir störf og aðgerðarleysi þeirra er rofið og þeir læra að peningar koma ekki af sjálfu sér heldur þarf að leggja framlag á móti.

Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata segir: „Við höfum í lengri tíma talað um að það þurfi að víkka þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra sem fá bætur fyrir lífsviðurværi. Í dag eru kröfurnar helst um að fara á námskeið eða læra sænsku fyrir innflytjendur. Við viljum víka það út svipað eins og mér sýnist þeir leggja til í Danmörku, að til þurfi einnig að koma vinnuframlag.“

Gagnrýni frá vinstri

Í Danmörku mæta tillögur ríkisstjórnarinnar andstöðu frá vinstri flokknum Einingarlistanum. Mai Villadsen formaður flokksins er ekki á móti hugmyndinni um vinnuframlag en hún vill, að það verði alvöru störf sem greitt er fyrir samkvæmt launataxta.

Jimmie Åkesson vill ekki fara þá leið, þar sem slíkt myndi setja samkeppni úr leik. „Vinnuskylda sem mótframlag við félagsbætur fyrir innflytjendur, sem eiga erfitt með að aðlagast samfélaginu, á að miða við þjóðfélagslega hagkvæma vinnu sem annars yrði ekki unnin. Hreinsa strendur, þrífa rusl, vera eftirlitsverðir, já það er nógu mikið að gera, sem er meira eða minna sjálfboðavinna sem sveitarfélögin geta ekki gert kröfu um í dag. Þegar tekið er tillit til vinnumarkaðsreglna okkar með félagssamningum, þá er ekki hægt að bjóða eingöngu upp á „alvöru“ vinnu.“

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila