Svíþjóðardemókratar vilja banna múslímska skóla: „Íslam eru slæm trúarbrögð“

Richard Jomshof flokksritari Svíþjóðardemókrata og talsmaður í skólamálum hefur lagt fram frumvarp á sænska þinginu um bann við múslímskum frískólum í Svíþjóð. (Mynd © Almedalen CC 2.0)

Flokksritari Svíþjóðardemókrata Richard Jomshof, sem einnig er fulltrúi flokksins í skólamálum, segir í nýju viðtali, að flokkur Svíþjóðademókrata vilji banna múslímska skóla. Svíþjóðardemókratar vilja koma í veg fyrir enn frekari íslamavæðingu Svíþjóðar með lagafrumvarpinu. Jomshof segir í viðtali við Göteborgs Posten:

„Íslam eru slæm trúarbrögð. Þau eru miklum mun verri en kristnin.“

Stúlkur settar aftast í bekki fyrir aftan drengi

Rickhar Jomshof lagði fram frumvarp um bann við múslímskum skólum í Svíþjóð í september. Lagt er til að stöðva nýja múslímska frískóla í landinu og einnig að leggja niður þá múslímska skóla, sem eru starfandi í Svíþjóð.

Meðal þeirra ástæðna sem fylgja í skýringum með frumvarpinu kemur fram, að í múslímskum frískólum eru stúlkubörn látin sitja aftast í bekknum fyrir aftan drengi, bænastundir eru haldnar á skólatíma og að skólarnir eru m.a. fjármagnaðir af löndum eins og Sádí-Arabíu.

„Það er mikilvægt, að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að spyrna við þeirri íslamíseringu af Svíþjóð, sem nú á sér stað. Skiftir þá engu, hvort skólarnir eru reknir af öflum innanlands eða af íslömskum ríkjum múslímaheimsins. Það ber því tafarlaust að stöðva nýja slíka múslímska frískóla í Svíþjóð og svo fljótt sem auðið er að loka þeim múslímsku skólum, sem þegar eru starfandi og þar með banna múslímska frískóla í Svíþjóða í hvaða formi sem er.“

„Vitleysa að öll trúarbrögð séu eins“

Jomshof segir í viðtalinu við Göteborgs Posten, að sú skoðin sem segir að trúfrelsi þýði, að allir megi gera sama hlut, sé röng:

„Það er útbreidd skoðun að trúfrelsi þýði jafnan rétt allra að gera nákvæmlega sama hlutinn og að öllum trúarbrögðum svipi til hver annarra. En það er einfaldlega vitleysa.“

Jomshof segir að íslam sé á engan hátt sambærileg við kristna trú og það megi sjá, ef samanburður er gerður á Evrópu og Miðausturlöndum:

„Það dugar að sjá, hvernig ástandið er í múslímska heiminum. Væri íslam svo góð trú eins og sumir halda fram, væri múslímski heimurinn fyrirmynd annarra varðandi lýðræði, skoðanafrelsi, málfrelsi og jafnrétti. En því er þveröfugt farið.

Of margir múslímir – ógn við lýðræðið

Jomshof segir fjölda múslíma í Svíþjóð vera of mikinn og það ógni lýðræðinu:

„Ég held því fram, að hinn mikli innflutningur múslíma til okkar heimshluta geti verið alvarleg ógn, sem til lengri tíma litið þýðir að lýðræði okkar hverfur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila