Svona verður ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar

Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var kynnt á Kjarrvalsstöðun fyrr í dag auk þess sem stjórnarsáttmálinn var kynntur í stórum dráttum. Í honum er sérstök áhersla lögð á heilbrigðismál og loftslagsmál. Miklar breytingar verða á ráðuneytunum sjálfum sem og ráðherraskipan en þær má sjá hér að neðan:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla
Ásmundur Einar Daðason, skóla- og barnamálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis- og loftslagsmála
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra í innviðaráðuneyti
Svandís Svavarsdóttir, ráðherra í ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra

Deila