Evrópusambandið vill ekki grípa inn í átök tyrkja og kúrda

Haukur Hauksson

Evrópusambandið vill ekkert aðhafast í átökum tyrkja og kúrda sem hófust í dag og treystir Evrópusambandið á að rússar grípi inn í átökin. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur segir að þetta hafi komið fram í yfirlýsingum Jean Claude Juncker forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Það sé álit Evrópusambandsins að ekki eigi að setja fjármuni í að reyna að grípa inn í atburðarrásina

þeir segja að þeir ætli sér ekki að þrífa skítinn upp eftir bandaríkjamenn eins og þeir orða það og treysta á að rússar komi að málum, það ætli rússar sér þó ekki að gera, að minnsta kosti ekki hernaðarlega“.

Þá segir Haukur að rússar hafi hafist handa í dag að reyna koma á ró á milli deiluaðila

Vladimir Pútín hefur verið í sambandi við Erdogan forseta Tyrklands síðustu klukkustundirnar og er í stöðugu sambandi við hann, en Pútín er fyrst og fremst að reyna að róa Erdogan“,segir Haukur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila