Fleiri lönd hafna samstarfi við kínverska tæknirisann – Huawei hefur í hótunum við fólk

Mörg lönd eins og t.d. Japan, Ástralía, Nýja Sjáland og Taiwan hafa alfarið bannað tækni frá kínversku tæknirisunum Huawei og ZTE. Ákvörðun Bandaríkjanna að skilgreina fyrirtækin sem ógn við þjóðaröryggi gerir kínversku fyrirtækjunum ókleift að nota bandaríska tækni í framleiðslu sína.

Sífellt fleiri stórfyrirtæki hætta að eiga viðskipti við Huawei og ZTE í kjölfarið og öryggisþjónustur fleiri landa ráðleggja nú yfirvöldum viðkomandi landa að ekki ganga til samninga við kínversku fyrirtækin og rifta samningum sem gerðir hafa verið. Nokkur lönd segja hins vegar að þau muni halda áfram viðskiptum við Kína en vegna banns Bandaríkjanna munu þeim löndum fækka. 


Bretar segja það mistök að hafa hleypt Huawei að við uppbyggingu hluta 5G hjá sér en fyrirtækið er útilokað frá aðgangi að hernaðarsvæðum, kjarnorku- og öryggismálum Breta. Boris Johnson forsætisráðherra Breta hleypti Kínverjum að en hefur nú þversnúist og vill taka Breta úr samningnum í síðasta lagi 2029.

Samflokksmenn hans gagnrýna hann fyrir seinagang og krefjast þess að öllum krítískum hlutum Huawei verði skipt út fyrir næstu þingkosningar 2024. Að öðrum kosti munu þingmenn Íhaldsflokksins setja með kínaklásúlu við öll lagafrumvörp þar til Johnson fellst á fljótari uppgjör við Huawei. 

Frakkar segjast ekki ætla að banna Huawei en IT-öryggisyfirvöld þeirra ANSSI hvetur frönsk fyrirtæki til að gera ekki viðskipti við kínversku fyrirtækin. Tvö af stærstu fyrirtækjum Frakklands nota net með tækni frá Huawei en ríkisfyrirtækið Orange notast við tækni frá finnska Nokia og sænska Ericsson í 5G-neti sínu. 


Svíar hafa ekki bannað kínversku fyrirtækin en hafa skerpt reglurnar fyrir hverjir fá leyfi fyrir að byggja 5G tækni og munu slík leyfi ekki veitt nema í samráði Póst- og símamálastjórnar, leyniþjónustunnar og heryfirvalda. Einnig er heimilt að afturkalla leyfið ef það er talið geta valdið Svíþjóð öryggislegu tjóni.


Nýlega hótaði Kína Færeyingum að hætta að kaupa af þeim lax og neita að skrifa undir viðskiptasamning milli ríkjanna ef Huawei fengi ekki að byggja 5G netið í Færeyjum. Komust blaðamenn að þessu þegar upptaka náðist af samtölum Viðskiptaráðherra Færeyja og samningamanns Færeyinga í samninganefnd við kínverska sendiherrann í Danmörku. Af þessu dæmi er all vel ljóst hversu náin tengsl eru á milli fyrirtækisins og kínverska kommúnistaflokksins þótt forsvarsmenn Huawei segi annað. 
Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila