Takmarkanir sem nú eru í gildi varðandi kórónufaraldurinn á Norðurlöndum

Sænska sjónvarpið greinir frá helstu takmörkunum og reglum sem núna gilda á Norðurlöndum varðandi kórónufaraldurinn. 

NOREGUR

 • Frá og með aðfaranótt sunnudag 9. ágúst er bannað að selja áfengi á veitingastöðum eftir miðnætti.
 • Fólk sem kemur til Noregs frá rauðlistuðum löndum verða að hafa andlitsgrímu þar til þeir eru komnir í einangrun.
 • Stærri samkomur en 500 manns eru ekki leyfðar.
 • Frá og með 14. ágúst verður fólk að hafa grímur í opinberum samgöngum
 • Noregur hefur opnað fyrir fjögur svæði í Svíþjóð, Kalmar, Östergötland, Örebro og Värmland og í vikunni bætast Dalarna, Södermanland, Västerbotten og Uppsala við. Fólk frá þessum svæðum getur ferðast til Noregs án þess að fara í einangrun. Aðrir Svíar fara í einangrun.

DANMÖRK

 • Frá júlíbyrjun eru samkomur allt að 100 manns leyfðar og til stóð að auka um helming upp í 200 manns en vegna aukinna nýsmita gildir 100 manns áfram sem regla.
 • Í Århus er krafist að fólk hafi grímu í almennum samgöngum eftir nýja smitdreifingu í síðustu viku. Danir leyfa núna öllum Svíum að fara til Danmerkur.

FINNLAND

 • Ekki lengur takmörk við 500 manns á opinberum samkomum innandyra eða utandyra.
 • Umræður í gangi hvort nota eigi grímu á opinberum stöðum.
 • 15. júli lauk Finnland takmörkunum á ferðum milli allra Norðurlanda nema til og frá Svíþjóð.

SVÍÞJÓÐ

 • Heimsóknarbann á öllum elliheimilum í landinu
 • Bann á opinberum samkomum með fleiri en 50 þáttakendum
 • Ferðabann á ónauðsynlegum ferðum til Svíþjóðar frá löndum fyrir utan ESB. Undantekningar gilda. 
 • Sérstakar reglur fyrir kaffi- og veitingahús til að hindra þrengsli við borð og biðraðir.
 • Engar kröfur um að vera með grímu.
 • Almenn ráð Lýðheilsunnar til að minnka dreifingu smits eru hér.

ÍSLAND

 • Opnaði landamærin 15. júni fyrir ferðamönnum frá EES-svæðinu.
 • Tveggja vikna reglur settar 30. júlí um kröfu að bera grímu í almennum samgöngum og hámark 100 manns á opinberum samkomum. 
 • Krafa um 2 metra bil milli fólks á vinnustöðum og opinberum stöðum.
 • Börum og veitingahúsum lokað kl. 23.00.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila