Heimsmálin: Rússar segja skemmdirnar á Nordstream 1 og 2 vera hernaðarleg skemmdarverk

Eins og sjá má á þessari mynd frá Danska flughernum er lekinn gríðarlegur

Skemmdir á Nordstream leiðslunum báðum eru hernaðarleg skemmdarverk að því er fram kemur í yfirlýsingum talsmanns Valdimir Pútíns forseta Rússlands. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Rússlandi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur segir Rússum vera kennt um skemmdarverkin en þeir hafa vísað þeim ásökunum algerlega á bug á sama hátt og þeir hafa vísað því á bug að þeir láti sprengjum rigna yfir kjarnaorkuver sem er undir þeirra yfirráðum í Saporischschja.

Haukur útskýrir að leiðslurnar eru ætlaðar til þess að þurfa ekki að fara í bæði gegnum Úkraínu og Pólland til þess að koma því á markað í Þýskalandi en landið hafi verið mjög stór kaupandi að rússnesku gasi allt þar til stríðið í Úkraínu hófst.

Hann bendir á að Nordstream hafi lengi verið þyrnir í augu glóbalistaafla í Bandaríkjunum, sér í lagi Biden stjórnarinnar og Hillary Clinton.

„þetta er vissulega mjög óvæntur atburður því þetta er skemmdarverk sem framið er með kafbátahermönnum nokkurs konar sérsveitarmönnum væntanlega þar sem þetta er á miklu dýpi og þarna er gífurlegur þrýstingur í leiðslunni og ljóst að þetta stöðvar umferð fiskiskipa og aðra skipaumferð á meðan ástandið er svona þá er þetta líka spurning um hvort gasið berist út í Norðursjó og jafnvel Atlantshaf“ segir Haukur.

Staðan núna sé þessi að mati Hauks:

„staðan er sú að Biden stjórnin og hillary þegar hún var hafa róið að því öllum árum og hafa gert allt til þess að freista þess að ná að stöðva Nordstream2, sú leiðsla var tilbúin til notkunar, utanríkisráðherra og efnahagsmálaráðherra þýskalands hafa einhverra hluta vegna verið líka á móti því að þessi gaskaup fari fram og að Nordstream2 færi í notkun, þarna er gríðarlegt samansafn af orku og þetta eru eiginlega bara ótrúlegir atburðir sem við erum að verða vitni að“segir Haukur.

Hlusta má á viðtalið við Hauk í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila