Talsmenn kirkjunnar fordæma hugmynd um „bólusetningarvegabréf“ – ein hættulegasta tillagan í stjórnmálasögu Bretlands

Á annað þúsund kristnir leiðtogar í Bretlandi fordæma upptöku á svo kölluðum „bólustetningarvegabréfum.“ Lýsa þeir tillögu um slík vegabréf sem „einni af hættulegustu tillögum sem settar hafa verið fram í sögu Bretlands.“ Segja þeir, að vegabréfið muni skapa aðskilnaðarsamfélag í Bretlandi. Frá þessu greinir The Guardian.

Þýðir endalok lýðræðisins eins og við þekkjum það

Í bréfi, sem yfir 1250 prestar og forystumenn ólíkra kristinna félaga og sókna í Bretlandi hafa undirritað og sent til Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, segja klerkarnir að hin áætluðu vegabréf geti „þýtt endalokin fyrir hið frjálslynda lýðræði eins og við þekkjum það“ verði vegabréfin að raunveruleika. Benda þeir á að innleiðing slíkra vegabréfa myndi þýða siðlausar þvinganir og vera brot á samþykkisreglum. Bréfahöfundar segja einnig að margar góðar ástæður séu fyrir því að láta ekki bólusetja sig gegn kórónuveirunni m.a. vegna skorts á siðferði hjá bóluefnaframleiðendum og eins hvernig staðið hefur verið að málum varðandi sýnatökur.

„Bóluefnavegabréfum“ er lýst sem „sundrandi, kúgandi og eyðileggjandi“ og segja bréfahöfundar, að vegabréfin muni leiða til sundrungar samfélagsins í formi læknisfræðilegs aðskilnaðar, þar sem undirstétt þeirra sem af ýmsum ástæðum vilja ekki láta bólusetja sig, verður útilokuð frá stórum hluta hins opinbera lífs.

Læknisfræðileg aðskilnaðarstefnu með undirstétt óbólusettra

„Þessi áætlun mun tortíma því frjálslynda lýðræði sem við þekkjum og skapa í staðnn eftirlitsríki, þar sem stjórnvöld nota tæknina til að stjórna ákveðnum þáttum í lífi meðborgaranna. Sem slík er þetta ein hættulegasta tillagan, sem fram hefur komið í sögu breskra stjórnmála.“

Bréfahöfundar segja það gjörsamlega óásættanlegt frá kristnu sjónarhorni að taka þátt í því að skapa samfélag, þar sem fólki er mismunað og talið óæskilegt í félagslegu tilliti vegna þess, að það vilji ekki láta sprauta sig með bóluefni og undir engum kringumstæðum sé hægt að styðja slíkt fyrirkomulag.

Í lok síðustu viku tilkynnti ESB, að það muni innleiða sams konar læknisfræðilegt aðskilnaðarkerfi með „stafrænum grænum vottorðum.“ Markmiðið er að þetta mjög svo gagnrýnda kerfi verði komið í gagnið í öllum aðildarríkjum sambandsins þegar 26. júní. Ísrael hefur þegar innleitt svipað kerfi, þrátt fyrir að samtök gyðinga Anshe Ha-Emet segi það vera brot á Nürnberg-samningnum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila