Tekist á um stefnumálin – Sammála um að stokka þurfi upp fiskveiðikerfið en ósammála um leiðirnar

Sigmar Guðmundsson og Katrín Baldursdóttir

Katrín Baldursdóttir oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi Suður og Sigmar Guðmundsson sem skipar 2.sæti lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi mættust hjá Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra í síðdegisútvarpinu í dag og tókust þar á um stóru málin fyrir komandi kosningar.

Óhætt er að segja að að stefnur flokkana séu afar ólíkar og kom það glogglega í ljós þegar umræðan barst að því hvernig bst sé að hátta nýtingu á sjávarauðlindinni. Katrin segir að sósíalistar vilji taka á stærstu sjávarútvegsfyrirækjunum, rannsaka hvernig starfsemi þeirra sé háttað og það sé skoðað hvort þau hafi aðhafst eitthvað sem ekki þoli dagsins ljós.

Þá sé nauðsynlegt að gæta þess að þau séu ekki að raka til sín fé af auðlindinni án þess að þjóðin fái að njóta ávaxtanna. nauðsynlegt sé að umbylta kerfinu svo ekki þurfi að búa áfram við það ástand sem verið hefur.

Sigmar segir að hann sé alls ekki sammála þeirri leið sem Sósíalistar vilji fara í þessum efnum, og segir hugmyndir Sósíalista bera vott um að þeir vilji setja hér upp lögregluríki. Hann segir að það þýði ekki að ryðjast að fyrirtækjum með þeim hætti sem Sósíalistar vilji gera. Hann segir að mun vænlegra til árangurs sé að fara sáttaleiðir þegar kemur að uppstokkun á sjávarútvegskerfinu, það þurfi að gera í sátt, bæði við þjóð og þau fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi.

Hlusta má á umræðurnar í þættinum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila