Telja litla hættu stafa af gosinu – Fylgjast með mögulegri gasmengun

Vísindamenn á veðurstofu Íslands og Almannavarnir telja litla hættu stafa af eldgosinu í Fagradalsfjalli sem hófst í gærkvöld. Fara þarf þó varlega nærri gosstöðvunum því gas á það til að safnast í lægðir nærri gosstöðvum, en búist er við að gas geti einnig borist til höfuðborgarsvæðisins í dag. Gosið er svokallað flæðigos og fylgir því ekki öskufall líkt og gerði í gosinu í Eyjafjallajökli á sínum tíma.

Engin gosaska mælist frá eldstöðvunum og segja vísindamenn að miðað við fyrsta mat sé ekki mikil hætta á að gasmengun komi til með að valda miklum óþægindum nema næst gosstöðvunum. Fylgst verður náið með þróun mála sérstaklega hvað varðar gasmengun. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands segir að mikilvægt sé að hafa í huga að svæðið næst gosstöðvunum sé hættusvæði

Þá segir að lítið sé um kvikustróka upp úr sprungunni og þekur hraunflæðið svæði sem sé í mesta lagi um 500 metra breitt en unnið er að kortlagningu svæðisins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila