Telja sig hafa handtekið höfuðpaur árásarinnar í Sankti Pétursborg

Rússnesk lögregluyfirvöld hafa handtekið mann sem þau telja vera manninn sem skipulagði hryðjuverkaárásina sem framin var í Sankti Pétursborg í byrjun apríl. Talið er líklegt að hinn handtekni hafi jafnframt skipulagningunni þjálfað manninn sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar en fjótán manns týndu lífi í árásinni. Maðurinn sem er í haldi var handtekinn í úthverfi Moskvuborgar en ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um málið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila