Telur að fyrirkomulag sóttvarna geti valdið meiri skaða en faraldurinn geri og nauðsynlegt sé að kanna rökin fyrir aðgerðum yfirvalda

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Það er nauðsynlegt að fara yfir þær sóttvarnaaðgerðir yfirvalda sem eru í gildi til þess að meta hvort þær séu í samræmi við tilefnið og hvort þær geti valdið meiri skaða heldur en faraldurinn geri nú á síðari stigum, og hvort nægileg rök liggi fyrir að baki þeim aðgerðum sem verið er að grípa til. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Árnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Vilhjálmur bendir á að ástandið í samfélaginu sé í samræmi við þær væntingar yfirvalda sem settar hafi verið fram á fyrri stigum faraldurins, þ,e að að nú sé búið að bólusetja mikin meirihluta þjóðarinnar, fólk verði minna veikt af því afbrigði veirunnar sem nú sé ríkjandi og því sé eðilegt að spyrja hvort aðgerðirnar séu í samræmi við tilefnið og hvort rökin fyrir aðgerðunum séu nægilega sterk, staðan nú sé einfaldlega allt önnur nú en hún var í upphafi faraldursins.

„ef litið er á nýjasta minnisblað sóttvarnalæknis þá er það alls fimm blaðsíður, á tveimur þeirra eru fjórar stórar myndir sem eru rökin fyrir því að það þurfi að fara í frekari aðgerðir og svo koma tillögur að aðgerðunum á þremur blaðsíðum, þetta eru nú allar upplýsingarnar sem liggja fyrir“ segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur segist ekki ekki á móti sóttvarnaaðgerðum en að það væri hyggilegra að treysta rekstraraðilum fyrirtækja fyrir því að tryggja sitt nánasta umhverfi með tilliti til stöðunnar sem uppi er hverju sinni.

„það þarf enginn að segja mér annað en að rekstraraðilar geri ekki allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja sóttvarnir hjá sér án þess að þurfa að vera með niðurnjörvaðar reglur um hvað þeir megi og megi ekki gera, veitingastaðir sem treysta sér til þess taka 30 í sæti til að halda starfseminni gangandi án þess að missa alla starfsmenn og gesti í smit eiga bara að fá þá að taka 30 í sæti, þeir vita best hvernig þeirra rekstur er tryggður áfram“

Viðskiptahagsmunir lyfjafyrirtækja teknir fram yfir hagsmuni almennings

Aðspurður um hvers vegna leynd hvíli yfir þeim samningi sem gerður var við lyfjarisana segir Vilhjálmur að það sé vegna viðskiptahagsmuna lyfjafyrirtækjanna sem eigi í samkeppni á lyfjamarkaði

“ þetta er viðskiptasamningur og mikil samkeppni og annað slíkt er á milli þessara stórfyrirtækja í lyfjageiranum sem hafi mikla hagsmuni af sínum þróunarmálum og viðskiptahagsmunum“ segir Vilhjálmur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila