Telur árásir á sig framhald af máli séra Gunnars – Kynjuð valdabarátta innan kirkjunnar

Valgerður Jónsdóttir formaður sóknarnefndar Digraneskirkju segir árásir á hendur henni í formi ásakana Sigríðar Sigurðardóttur  kirkjuvarðar um andlegt og líkamlegt ofbeldi vera framhald af máli séra Gunnars Sigurjónssonar og tengjast kynjaðri valdabaráttu innan kirkjunnar en forsíðugrein Fréttablaðsins segir frá málinu í dag.  Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Valgerðar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Valgerður segir segist fyrst hafa heyrt af ásökunum fyrir nokkrum dögum síðan rétt eftir að hún tók við embætti formanns sóknarnefndar. Hún segir að meint atvik hafi verið á þann hátt að nokkrar konur hafi setið við borð í kaffistofu safnaðarheimilisins, þar á meðal Sigríður kirkjuvörður og einn fyrrum starfsmaður Digraneskirkju. Fréttablaðið í dag fullyrðir eftir Sigríði, að Valgerður sem formaður sóknarnefndar Digraneskirkju hafi í mars mánuði beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi.  Fyrrum starfsmaðurinn hafi þar meðal annars rætt framkomu Sigríðar í hans garð og fleiri aðila . Þegar starfsmaðurinn hafi lokið máli sínu hafi Valgerður haft á orði við Sigríði að Valgerður teldi sig vita um hvað málið snerist því hún hefði heyrt um að fólk hefði farið frá Digraneskirkju vegna framkomu Sigríðar. Þetta hafi raun verið óskup eðlileg skoðanaskipti sem hafi falið í sér gagrýni á störf Sigríðar. Málið hafi verið útrætt og þær hafi fallist í faðma í sáttaskyni. 

Valgerður segir að fyrrum starfsmaður sem um ræðir, hafi tekið utan um Sigríði kirkjuvörð og þær faðmast og hún sjálf hafi tekið utan um þær báðar. Allt hafi verið í sátt og samlyndi enda hélt Sigríður kirkjuvörður áfram störfum sínum eftir þetta í marsmánuði og þar til kvenprestarnir þrír í Digraneskirkju voru færðir til í starfi og í aðra kirkju í byrjun september s.l.  Engar kvartanir eða kærur hafi nokkrum sinnum borist frá Sigríði kirkjuverði um eitthvað ofbeldi eða annað og hafi þetta því komið mjög á óvart. 

Í september hafi dregið til tíðinda, þegar Valgerður verður þess áskynja stuttu eftir að hún hafi tekið við stöðu formanns sóknarnefndar að bornar hafi verið á hana þær sakir að hafa beitt Sigríði andlegu og líkamlegu ofbeldi, en þær ásakanir hafi komið fram eftir að sóknarnefndin hafði látið frá sér fara þær óskir, að séra Gunnar myndi fá að snúa aftur til sinna starfa í Digraneskirkju.  Það vekur athygli að þegar Valgerður tók við embætti formanns sóknarnefndar hafi Sigríður farið í veikindaleyfi en hafði allt fram til þess dags starfað í kirkjunni eftir atvikið sem hún túlkar nú sem líkamlegt ofbeldi.

Valgerður segir að hún telji að ásakakanir Sigríðar tengist þeirri viljayfirlýsingu sóknarnefndarinnar að vilja fá séra Gunnar til starfa á ný enda komi þær fram í beinu framhaldi af því. Sóknarnefndarmenn hafi sent skriflega áskorun til biskups þess efnis að það væri vilji sóknarnefnar að fá séra Gunnar aftur til starfa en biskup hafi ekki svarað nefndarmönnum ennþá.  Aðspurð segist Valgerður ekki geta tjáð sig um neina fundi hjá biskupi því hún líti svo á að það ríki trúnaður um það mál en hún var spurð hvort biskup hefði boðað til tveggja funda með málsaðilum en ekki mætt á fundina sjálf. 

Valgerður segir það miður að sóknarnefndin hafi ekki fengið upplýsingar um niðurstöður eða innihald skýrslu rannsóknar teymis þjóðkirkjunnar sem hefur verið með málið í um 9. mánuði. Því hafi sóknarnefndin engar forsendur til að meta mál séra Gunnars án skýrslunnar og sóknarnefndin hafi ekki fengið upplýsingar um málið allan þann tíma og nefndarmenn sumir upplifi það sem þeir hafi verið blekktir. Það séu allskyns lausasögur í gangi en sóknarnefndin geti ekki hlaupið eftir slíku og verður að fá aðgang að  nauðsynlegum upplýsingum. Aðspurð segir Valgerður að þetta eigi eflaust rætur að rekja til Metoo stefnunnar hér á landi en sú aðferð kvenna sé ekki í þágu kvenna yfirhöfuð, sem hafi verið í jafréttisbaráttu í marga áratugi og náð góðum árangri eftir þeim leiðum. 

Valgerður segir afar eðlilegt að sóknarnefndin hafi viljað fá séra Gunnar til starfa á ný þar sem hann eigi 30. ára farsælt starf að baki sem sóknarprestur í Dirganeskirkju og fjölmörg sóknarbörn sakni hans góða starfs. Engin niðurstaða sé komin í málið og beðið sé eftir því og málið á borði biskups. 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila