Telur meðalaldur þingmanna of háan og að frumvarp um lækkun kosningaaldurs auki þátttöku yngra fólks í stjórnmálum

Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka

Hér á Íslandi eru þingmenn almennt mjög gamlir og með því að lækka kosningaaldur má auka stjórnmálaáhuga ungs fólks sem myndi skila yngra fólki á vettvang stjórnmálanna.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Andrésar Inga Jónssonar þingmanns utan flokka í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Andrés segir að það sé hans skoðun að ekki þurfi sérstaklega að horfa til þroska þegar kemur að aldri kjósenda

það eru engar sérstakar hæfniskröfur gerðar til kjósenda, en ég held að með þessu skrefi þá myndi stjórnmálin fara að taka meira tillit til yngri hópa og endurspegla þá betur en nú er“.

Hann segir að í unga fólkinu búi fjölmargar hugmyndir sem stjórnmálaflokkar nútímans fari á mis við og það væri jákvætt skref að breyta því

svo er það þannig að fjölmargir sem eru 16 ára eru farnir að vinna og greiða skatta en hafa ekkert aðgang að ákvarðanatöku í samfélaginu með formlegum hætti“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila