Telur ríkisstjórnina standa styrkum fótum – Líklegt að stjórnarsamstarfið haldi áfram

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra

Ríkisstjórnarflokkarnir munu uppskera vel í næstu kosningum enda hefur samstarf þeirra gengið vel og Katrínu líður vel í þessu stjórnarsamstarfi þrenningarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðna Ágústssonar fyrverandi ráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum fór Guðni meðal annars yfir störf ríkisstjórnarinnar og er það mat Guðna að stjórnin hafi staðið þokkalega að málum þó hún hafi haft vindinn í fangið meðal annars vegna Covid.

Guðni segist ekki sjá aðra flokka fyrir sér í ríkisstjórnarsamstarfi eins og staðan er nú og segir að kosningarnar í haust muni snúast fyrst og fremst um hvort fólk vilji hafa þessa ríkisstjórn áfram, einhverjar breytingar gætu þó orðið innan flokkana. Þá er Guðni bjartsýnn á framtíð Framsóknarflokksins

það er ekkert ólíklegt að Framsóknarflokkurinn rísi svolítið upp og nái fyrri frægð, ég held líka að Katrín Jakobsdóttir fái að njóta þess að hafa verið nokkuð góður forsætisráðherra“ segir Guðni.

Hann segir Sjálfstæðisflokkinn heldur ekki af baki dottinn

ég held að hann nái fyrri styrk sínum því flokksbrotin sem fóru úr honum og yfir í Viðreisn hafa eingöngu eitt mál á sínu borði, það er að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru og það er ekkert á dagskrá

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila