Telur sóttvarnaaðgerðir ganga of langt miðað við tilefni

Bjarni Jónsson kaupmaður

Við göngum ekki jafn langt til þess að koma í veg fyrir dauðsföll dags daglega eins og gert hefur verið vegna Covid faraldursins og ekki hægt að sjá mikið samræmi í afleiðingum sóttvarnaaðgerða miðað við tilefnið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Jónssonar kaupmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Bjarni bendir á að gert hafi verið ráð fyrir að 13 manns myndu látast úr faraldrinum hér á landi og að fleiri látist til dæmis í umferðarslysum á hverju ári

okkur dettur samt ekki í hug að banna umferð því það er einfaldlega ekki hægt, við gætum að vísu sett 20 kílómetra hámarkshraða alls staðar en þá verða afleiðingarnar alvarlegar og það er kannski hægt að líkja því við þetta“,segir Bjarni.

Hann segir að menn virðist gera sér litla grein fyrir þeim afleiðingum  sem harðar sóttvarnaraðgerðir muni hafa

ég hef grun um að við höfum núna aðeins sé toppinn á ísjakanum og að þetta eigi eftir að versna svo um munar“,segir Bjarni.

Hlusta má á vitalið hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila