Telur yfirvöld skorta heimildir til þess að sekta heilbrigða einstaklinga sem brjóta reglur um sóttkví

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari

Samkvæmt þeim lögum og reglum sem um sóttvarnir gilda hér á landi ganga yfirvöld mun framar en heimild er til þegar einstaklingar eru sektaðir vegna brota á sóttkví. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns og fyrrverandi Hæstaréttardómara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Jón segir að þau lög og reglur sem gildi um sóttkví kveði einungis á um að sekta megi fólk sem brjóti sóttkví og er sannanlega með sjúkdóm sem veldur því að það sæti sóttkví

en hér hafa yfirvöld gengið mun lengra og sektað heilbrigða einstaklinga fyrir að virða ekki sóttkví, ég get ekki séð í þessum lögum að það sé neitt sem heimili það að setja heilbrigða einstaklinga í hálfgert stofufangelsi og hvað þá leggja á þá sektir, ég vil þó gefa þeim það a það liggur góður hugur að baki og án efa með hagsmuni heildarinnar í huga, en stjórnvöld verða alltaf að fara varlega og gæta þess að það séu heimildir fyrir því sem þau framkvæma, því þetta er ekki eina dæmið þar sem stjórnvöld ganga of langt„,segir Jón Steinar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila