„það að láta börn og viðkvæma hópa búa við fátækt er pólitísk ákvörðun“

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar

Það að láta fólk búa við fátækt, sér í lagi viðkvæma hópa eins og börn, lífeyrisþega og aldraða er pólitísk ákvörðun, mannanna verk. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar í síðegisútvarpinu í gær en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Helga Vala segir að það sé vel hægt að gera betur til þess að fólk þurfi ekki að búa við fátækt

það er auðvitað óboðlegt að ástandið sé þannig að börn búi við fátækt og fólk bara almennt, þetta er pólitísk ákvörðun, að láta fólk búa við fátækt, því er hægt að breyta, það eru mannréttindi að þurfa ekki að búa við fátækt“,segir Helga Vala.

Hún segir Samfylkinguna hafa reynt að vekja máls á leiðum til þess að draga úr áhættunni að fleiri festist í fátækt

við höfum reynt að fá meirihlutann til þess að skilja þetta, við höfum reynt að fá þau til að samþykkja að hækka atvinnuleysisbætur meðal annars“.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila