Það er fleira undir yfirborði sjávar en ýsan

Magnús Guðfinnsson

Neysluvenjur Íslendinga á fiskmeti og fiskafurðum hafa breyst í gegnum tíðina með aukinni fjölbreytni í fiskborðun fiskbúða landsins. Með fjölbreyttara fiskúrvali hafa Íslendingar uppgvötað að fleira leynist undir yfirborði sjávar en ýsan þegar kemur að því að velja sér góðan matfisk.

Ein þeirra fiskbúða sem skapað hefur sér ákveðna sérstöðu á Íslandi þegar kemur að úrvali er Fiskikóngurinn en í þættinum Matur og heilbrigði ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Magnús Guðfinnsson sem starfar hjá Fiskikónginum og fræddi Magnús hlustendur um það úrval sem þeir bjóða upp á.

Magnús segir að meðal þeirra tegunda sem eru farnar að verma toppsætið á fiskmatseðli Íslendinga sé þorskurinn sem sé alveg prýðis matfiskur en á árum áður hafi hann að mestu leyti farið til útflutnings.

Þá séu aðrar tegundir eins og langa afskaplega góðar og þá séu aðrar tegundir eins og steinbítur einnig farnar að rata á borð landsmanna, en framboð á steinbít ræðst oftar en ekki eftir verði á fiskmörkuðum, það koma nefnilega tímar þar sem hann er hreinlega orðinn of dýr svo hægt sé að bjóða upp á hann en hann eigi þó sinn sess.

Eins og fyrr segir hefur Fiskikóngurinn sérhæft sig í að hafa mjög mikið úrval þegar kemur að fisktegundum og þá er hægt að velja um fjöldan allan af gómsætum fiskréttum sem aðeins þarf að setja í ofninn eða á pönnuna.

Fyrir þá sem vilja kynna sér úrvalið sem Fiskikóngurinn hefur upp á að bjóða er tilvalið að smella hér og skoða úrvalið.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila