Það er þjóðarskömm að börn þurfi að bíða í áraraðir eftir því að komast í greiningu

Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson.

Það er þjóðarskömm að börn sem eigi í vanda innan menntakerfisins þurfi að bíða í áraraðir eftir því að komast að í greiningu til þess að athuga hvað veldur valdanum. Þetta var meðal þess sem fram kom í þætti Flokks fólksins í dag en Inga Sæland ræddi þar við Guðmund Inga Kristinsson þingmann flokksins.

Í dag eru á þriðja þúsund barna á biðlista eftir greiningu, meðal annars greiningu á ADHD og einhverfugreiningu og hefur lítið saxast á þann bilista með þeim afleiðingum að börn þurfa að bíða í rúmlega þrjú ár eftir að komast að.

Inga og Guðmundur segja stöðuna algjörlega óboðlega og að það sé í raun ótrúlegt að slík staða geti komið upp í samfélagi eins og Íslandi, landi sem talið er ríkt en sé þess í stað með kerfi sem virki eins og kerfi í þróunarlöndum.

Guðmundur bendir á að barn sem í ljós kemur að eigi við vanda að stríða og fari svo í greiningu við 7 ára aldur sé komið mjög langt með sína skólagöngu loksins þegar það kemst að og því gagnist greiningin barninu afar takmarkað ef þá eitthvað.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila