Það vekur upp tortryggni hvað mönnum liggur á að selja Íslandsbanka

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar

Það vekur upp tortryggni og ákveðnar spurningar að stjórnvöldum liggi svona gríðarlega á að selja Íslandsbanka. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Ágúst segir að asinn við söluna sé ekki það eina sem vekur upp spurningar heldur geri tímasetningin það einnig enda sýnt að ekki sé hagkvæmt á neinn hátt að selja bankan á þessum tímapunkti. Hann telur mun hyggilegra að eiga bankann áfram ef mönnum vantar 30 milljarða í verkefni því það fé fengist í formi arðgreiðslna.

Þá segir Ágúst að ekki megi gleymast hvernig síðasta einkavæðing banka hafi farið, en eins og allir vita hafi það endað með skelfilegu bankahruni með tilheyrandi hörmungum fyrir þjóðina. Hann segir sporin hræða og segir margt eftir ógert til þess að hægt væri að selja bankann á þann hátt að traust ríki.

Til dæmis sé ekkert sérstakt regluverk umfram hin venjubundnu lög sem taki á misnotkun eigenda banka á slíkum fyrirtækjum, þá þurfi að virkja betur eftirlitsstofnanir

það þarf til dæmis að efla þær þannig að mál í vinnslu taki ekki alltof langan tíma„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila