Það verður að vera til afl sem berst gegn rétttrúnaðinum

Gunnlaugur Ingvarsson og Margrét Friðriksdóttir

Það er mjög nauðsynlegt að í Íslensku samfélagi sé til stjórnmálaafl sem berst gegn þeim rétttrúnaði sem er hér á hverju strái. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnlaugs Ingvarssonar og Margrétar Friðriksdóttur forsvarsmanna Frelsisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en þau voru gestir Péturs Gunnlaugssonar.

Þau segja þá flokka sem eru við völd vera litlausa og stjórnvöld séu of undirgefin erlendum öflum, til dæmis Evrópusambandsins. Þá séu stjórnmálamenn ofttrúir EES samningnum, því vilji flokkurinn breyta með því að draga Ísland úr EES.

Þá segja þau stjórnvöld vera of stjórnlynd þegar kemur að Covid faraldrinum, til dæmis sé fólki ekki veitt mikið val þegar kemur að því að verjast Covid. Þau benda á að sem dæmi fái fólk ekki að taka lyfið Ivermectin þrátt fyrir að nú séu um þrjátíu lönd sem hafi tekið lyfið inn með í baráttuna gegn Covid.

Nýlega opnaði flokkurinn heimasíðuna frelsisflokkurinn.is þar sem farið er yfir helstu stefnumál og áherslur flokksins en þær eru að flokkurinn vilji úrsögn Íslands úr EES og hafnar inngöngu í ESB. Þá vill flokkurinn að handfæraveiðar verði frjálsar, litið verði til stefnu Dana í innflytjendamálum, Ríkisútvarpið verði lagt niður í áföngum, ábyrga og skynsama stefnu í umhverfismálum í samræmi við hagsmuni og þarfir þjóðarinnar.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila