„Nú þegar raunveruleiki” að hryðjuverkamenn flytjist til Svíþjóðar til að komast hjá refsingu í öðrum löndum

Slöpp lög Svíþjóðar gagnvart alþjóða hryðjuverkamönnum leiðir til þess að þeir velja að flytjast til Svíþjóðar til að komast hjá refsingu í öðrum löndum. Per Lindqvist yfirsaksóknari hjá öryggisdeild ríkisins segir í viðtali við sænska útvarpið, að líklegast sé þetta þegar veruleikinn í Svíþjóð. Á sænska þinginu eru umræður um að banna þáttöku í rasískum samtökum en engar umræður um að banna þáttöku í hryðjuverkasamtökum eins og Íslamska ríkinu. Per Lindqvist segir að endurskoða verði sænsku öryggislögin og skerpa til svo þau verði aðlöguð að lögum annarra ESB-ríkja.

„Það er bráðnauðsynleg þörf á því.”

Fyrir rúmu ári komu ný sænsk lög sem gera „samneyti” við hryðjuverkasamtök refsivert en samkvæmt athugun ríkisútvarpsins sænska, þá hefur enginn verið handtekinn enn sem komið er, hvað þá ákærður fyrir slíkt afbrot. Þrátt fyrir að vitað sé, að fólk snúi aftur til Svíþjóðar, sem hafi sannarlega verið viðriðin hryðjuverk Íslamska ríkisins. Sænsku lögin eru frábrugðin lögum annarra landa, því sanna verður að viðkomandi hafi handleikið vopn, sprengiefni eða keyrt herflutningabíla fyrir hryðjuverkasamtökin. Per Lindqvist segir:

„Eins og lögin eru formuð er nær ómögulegt að sanna slík afbrot.”

Flest önnur ríki ESB hafa farið þá leið að banna með lögum að gerast meðlimur í hryðjuverkasamtökum eða að taka þátt í starfsemi hryðjuverkasamtaka. Í Svíþjóð „stangast það á við stjórnarskrárbundinn rétt að stofna samtök” að sögn sænska útvarpsins.

Banna á þáttöku í „rasískum” samtökum/flokkum

Miklar umræður eru hins vegar um það á sænska þinginu að banna „rasísk” samtök. Virðist vera meirihluti fyrir slíku þar sem Sósíaldemókratar, Móderatar, Miðflokkur, Umhverfisflokkur og Kristdemókratar vilja banna þáttöku í samtökum sem yfirvöld telja „rasísk” að viðurlagðri refsingu. Svíþjóðardemókratar, Alþýðuflokkurinn og Vinstriflokkurinn eru öll á móti.

Sósíaldemókratar stimpla Svíþjóðardemókrata sem „rasískan flokk” og ekki vitað að svo komnu máli, hvernig slík lög hefðu áhrif á, hvort flokkurinn væir þá bannaður. Að gera það refsivert að kjósa „rasískan” flokk krefst stjórnarskrárbreytingar í Svíþjóð. Stefan Löfven forsætisráðherra skrifaði á Facebook í fyrra:

„Það mun taka langan tíma að snúa við rasísku skipulagi og hugmyndum sem hafa náð fótfestu í landi voru í lengri tíma og til að eyða þeim, þá krefst kerfisbundið grundvallarstarf.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila