Þeir sem láta bólusetja sig geta engu að síður veikst og smitað aðra

Per Hagstam aðstoðarsmitsjúkdómalæknir og umsjónarmaður með bólusetningum á Skáni, Svíþjóð, segir í viðtali við sænska sjónvarpið, að það sé ekki fullreynt að bóluefnið stöðvi veiruna frá því að breiðast út. Þess vegna verða takmarkanirnar að halda áfram.

Margir halda að með bólusetningu muni útbreiðsla veirunnar stöðvast. En núna er sagt að einstaklingur sem hefur verið bólusettur geti engu að síður borið smit og fært veiruna áfram. Bóluefnin eru svo ný að það er enn ekki sannreynt, hvort þau raunverulega stöðvi frekari smit.

Dregur úr sjúkdómseinkennum en of snemmt að segja til um heftun faraldurs eða smithættu

Per Hagström aðstoðar-smitsjúkdómalæknir á Skáni segir enga tryggingu vera fyrir því að bólusettir geti ekki smitað aðra

Per Hagstam segir að „vörnin sem bóluefnið skapar gegn sjúkdómnum dregur úr einkennum og krafti sjúkdómsins. Það þýðir að færri munu veikjast svo alvarlega að þeir þurfi að fara á sjúkrahús. En það er jafn mikilvægt að sá sem er bólusettur fylgi áfram öllum reglum og takmörkunum.“

Bóluefnið búið til í flýti

Hagstam segir að bóluefnið hafi verið framleitt í skyndi og því sé enn ekki búið að rannsaka hvaða áhrif bólusetningin hefur á dreifingu smits eða í hvaða mæli, þeir sem eru bólusettir, geti haldið áfram að smita aðra.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila