Þéttingarstefnan hefur þveröfug áhrif en hún átti að gera

Þéttingarstefna borgaryfirvalda hefur haft þveröfug áhrif á íbúa borgarinnar en þéttingarstefnan átti að gera því í stað þess að fólk búi þéttar í borginni kýs það frekar að flýja borgina og flytjast í nágrannasveitarfélög, þannig er þéttingarstefnan í raun orðin að dreifingarstefnu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Mörtu Gujónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Marta segir þennan flótta ekki af ástæðulausu því þéttingarstefnan valdi hækkandi húsnæðisverði enda sé verið að þétta byggð á dýrustu byggingarreitunum í borginni.

„og þetta er gert í stað þess að byggja á nýjum reitum, til dæmis í Úlfarsárdal því þar eru lóðir í eigu borgarinnar og þannig væri þá hægt að stilla verði í hóf, nú eða til dæmis byggt í Geldingarnesi því þar eru 220 hektarar í eigu borgarinnar og samsvarar öllu því svæði sem nær frá Ánanaustum að Rauðarárstíg þannig að þetta er ekkert lítið svæði og þarna væri hægt að koma fyrir fjölskylduvænni og fjölbreyttri byggð“ segir Marta.

Þá bendir Marta á að í dag sé byggt of einsleitt, í stað þess að byggja góð raðhús og einbýlishús enda séu slíkar lóðir ekki í boði.

„ég held að við þurfum að fara að hugsa þetta upp á nýtt, við sjáum að þar sem er þéttasat byggt að það eru ekki mikil lífsgæði að búa á þéttingarsvæðum þar sem sólarljósið nær ekki að skína inn um gluggana og þar sér varla í græna torfu, þetta er allt of mikil þétting, það er ekkert að því að þétta svolítið en það verður að vera eitthvað samræmi í þessu“segir Marta.

Hún segir mikilvægt að huga að lífsgæðum íbúa borgarinnar, ekki megi ganga á útivistarsvæði borgarinnar og byggja þar.

„við munum þegar átti að fara að taka Elliðaárdalinn okkar og ganga á hann og nú eru uppi hugmyndir um að byggja efst í Laugardalnum.

Þá benti Marta á í þættinum að á þeim stöðum þar sem þétting byggðar sé orðin að veruleika sé komið í ljós að innviðir í þeim hverfum hafi ekki verið búnir undir þá fjölgun íbúa sem þar hefur orðið og til að mynda séu skólar ekki í stakk búnir til þess að taka á móti svo mörgum nemendum sem raun ber vitni.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila