„Þið fáið tvær vikur að samþykkja franskar reglur” – Macron setur leiðtogum múslíma úrslitakosti

Mótmæli múslíma hreyfa ekki við ákvörðun Frakka að vernda málfrelsið

Skv. BBC þá setur Emmanuel Macron leiðtogum múslíma í Frakklandi úrslitakosti að samþykkja „reglur um gildismat lýðveldisins.” Vill forsetinn með því skapa breiðfylkingu gegn rótækum armi Íslam. Í gær hitti forsetinn ásamt Gérald Darmanin innanríkisráðherra Frakklands átta leiðtoga Þjóðarráðs múslíma í Élysée höllinni. Fundurinn er haldinn eftir þrjár íslamskar hryðjuverkaárásir á minna en einum mánuði. Þjóðarráð múslíma hefur samþykkt að stofna Þjóðarráð Imama (æðstupresta) sem reglulega muni staðfesta við yfirvöld hverjir eru starfandi Imamar múslíma í Frakklandi.

Bann við stjórnmálahreyfingu Íslam og erlendri íhlutun

Í reglunum er tekið fram að:

– Íslam eru trúarbrögð og ekki stjórnmálahreyfing
– Erlend íhlutun meðal múslímskra hópa verður bönnuð

Macron Frakklandsforseti tilkynnti einnig nýjar ráðstafanir til að berjast gegn „íslamskri aðskilnaðarstefnu” í Frakklandi:

– Takmörkun heimakennslu og hertar refsingar þeirra sem eru með hótanir við opinbera starfsmenn á grundvelli trúarbragða
– Börn fá persónunúmer svo hægt sé að fylgjast með því hvort þau sæki skóla. Foreldrar sem brjóta lögin verður refsað með allt að sex mánaða fangelsi og fjársektum
– Bann við dreifingu persónuupplýsinga sem gerir hryðjuverkamönnum kleift að finna fórnarlömb sín

Verðum að bjarga börnunum frá Íslamistunum

Darmanin sagði í viðtali við Le Figaro í gær að „Við verðum að bjarga börnum okkar frá höndum Íslamistanna.” Macron lýsti Íslam sem trú í kreppu og ver rétt blaða að birta skopmyndir af Spámanninum Múhameð. Slíkar skopmyndir eru af mörgum múslímum álitnar verk djöfulsins sem setja fé til höfuðs teiknurum og þeim sem birta skopmyndirnar. Vegna afstöðunnar til varnar málfrelsinu hefur Frakklandsforseti orðið skotspónn haturs margra múslímskra ríkja og hafa kröfugöngur verið farnar í mótmælaskyni gegn forsetanum og að bann verði lagt við frönskum vörum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila