Símatíminn: Ekki hægt að lýsa vantrausti á þingmenn

Íslenskir kjósendur eru algjörlega varnarlausir gagnvart þingmönnum sem ekki standa sig í starfi þar sem þeir geta ekki lýst vantrausti á þá og þurfa því að sitja uppi með þá út kjörtímabilið. 


Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gnnlaugssonar í símatímanum í dag en þar ræddu þau um þau orð þingmanna að alvarlegt væri það vantraust sem ríkti í garð ríkislögreglustjóra, á sama tíma og traust almennings gagnvart þinginu væri í sögulegu lágmarki.

“ það linnti ekki látum í þinginu í gær.  Sögðu þingmenn, sumir hverjir, að þeir vildu Harald burt strax, en höfðu ekki einu sinni kynnt sér hvaða lög um það gilda. Hrópuðu að hann hefði ekki traust og höfðu gífurlegar áhyggjur af því.  Ef það er einhver stofnun í landinu sem hefur skapað sér traust þá er það lögreglan, en hverjir eru það sem njóta ekki trausts og eru rúnir trausti?, jú það eru sumir þingmenn sem kjósendur geta ekki losað sig við af því þeir geta ekki dregið umboð þeirra til baka og sitja uppi með þá allt kjörtímabilið„, sagði Arnþrúður. 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila