Þingið var aldrei spurt hvort samþykkja ætti bóluefnasamninginn – Kanna þarf til hlítar hvort heilbrigðisráðherra hafi brotið lög

Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins þurfti að fara fram á það fjórum sinnum að fá að sjá samning sem samþykkur var af heilbrigðisráðherra um kaup á bóluefnum hingað til lands, en fékk loks að sjá hann að ströngum skilyrðum uppfylltum, en þingið var aldrei spurt að því hvort samþykkja ætti samninginn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Önnu í þættinum Fréttir vikunnar í dag en Anna var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Anna segir um mikla óvirðingu gagnvart þingmönnum og landsmönnum að ræða og rétt sé að kanna til hlítar hvort ráðherra hafi brotið lög með því að samþykkja samninginn án aðkomu þingsins. Anna segir að hún telji líklegt að Velferðarnefnd Alþingis muni koma saman í næstu viku enda sé fjömörgum spurningum um bóluefnasamningana, bólusetningar og sóttvarnir enn ósvarað og þingmenn verði að fá svör við þeim spurningum.

Hún segir að þingmenn hafi ekki getað séð hvert samhengi hlutanna hafi verið þegar kemur að bóluefnasamningunum, meðal annars því að breyta þurfti íslenskum lögum til þess að uppfylla kröfur lyfjafyrirtækjanna.

Þá segir Anna að bólusetningarnar séu tilraun sem nú sé í þriðja fasa og segir að það hafi verið vitað frá upphafi að um tilraun sé að ræða.

það eru hundruð þúsunda manna sem nú eru að fara í gegnum þennan tilraunafasa

Hlusta má á viðtalið hér að neðan

Hlusta má á þáttinn í heild hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila