Þingmaður demókrata: „Rebúblikanar reyndu rasískt valdarán – það er skýrasta dæmið um hvíta drottnunarstefnu”

Cori Bush þingmaður frá Missouri segir aðfinnslur Repúblikana við útkomu kosninganna eins og svindl vera „rasískar og skýrasta dæmið um drottnunargirni hvítra.”

Cori Bush, þingmaður Demókrata, sagði í viðtali við MSNBC að repúblíkanskir starfsfélagar hennar á Bandaríkjaþingi væru viðriðnir „rasíska tilraun til að kollvarpa niðurstöðu kosninganna” með því að greiða atkvæði um að vera á móti kjörmönnum og staðfestingu kosningasigurs Joe Biden.

„Repúblikanskir starfsfélagar okkar kusu að fara í það að kollvarpa útkomu kosninganna 2020. Og að auki hvetja til uppreisnar þann 6. janúar. Það er engin leið að við séum bara róleg og leyfum því að gerast og segjum bara „Ó en þetta eru starfsfélagar okkar, við ættum ekki að gera neitt, eyðum bara tímanum í Donald Trump.” Hó, hó, hó Donald Trump er ekki eina vandamálið. Við verðum að standa í því að koma Donald Trump burtu en við getum ekki leyft meðhlauparum hans, við getum ekki leyft vinum hans, við getum ekki leyft frændfólki hans að vera áfram. Þeir sem framfylgja beiðnum hans verða líka að fara. Þú vilt fylgja stjórnartskránni. Ef þú vilt framfylgja svörnum eiði þínum er kominn tími til að þú farir.”

Þegar hún var spurð hvort það væri í valdi repúlíkanskra þingmanna að gera athugasemdir við staðfestingu kjörmanna, þá sagði Bush skv. Breitbart: „Höfum það á hreinu. Þetta var rasísk tilraun til að ógilda kosningarnar. Þetta fjallaði meira um að ógilda atkvæði blökkumanna, brúnna, atkvæði innfæddra, tilraun til að ógilda atvkæði okkar og segja okkur að atkvæði okkar verði ekki talin, að ekkert sé að marka atkvæðin okkar? Þetta er annað form af kúgun gagnvart kjósendum sem við stöndum engan veginn fyrir. Einnig kúgun á öllum þessum grasrótarhópum, skipuleggjendum Blökku og Brúnu hópanna sem unnu fyrir að kjörinn forseti Joe Biden og kjörinn varaforseti Kamala Harris sigruðu. Svo þess vegna tek ég til máls. Þið munuð fá að heyra að við munum ekki leyfa þessu að viðgangast, vegna þess að þetta er rasískt tilræði. Við verðum að nefna hlutina réttum nöfnum. Þetta er hvít drottnunarstefna í skýrustu mynd.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila