Fyrirhuguðar framkvæmdir NATO í Reykjanesbæ hafa ekki enn verið kynntar þingmönnum

Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi

Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi segist ekki hafa heyrt af því að NATO hafi haft hug að fara í milljarða framkvæmdir á Suðurnesjum. Þetta kom fram í síðdegisútvarpinu í dag en Oddný var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Oddný segir málið ekki hafa komið tals á þingi enda hefur málið samkvæmt heimildum Útvarps Sögu ekki verið kynnt fyrir þingmönnum.

ég verð nú bara að segja að ég get eiginlega rætt þetta mál því ég hef bara ekkert heyrt um þetta„, sagði Oddný.

Svo virðist sem þingmenn hafi ekki verið upplýstir um málið þó aðrir í samfélaginu hafi heyrt af málinu en eins og kunnugt er lýsti Kjartan Már Kjartansson yfir í síðdegisútvarpinu í gær vonbrigðum sínum með afstöðu Vinstri grænna í málinu.

Hlusta má á viðtalið við Oddnýju í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila