Þingmenn demókrata flúðu frá Texas til að hindra að hægt sé að breyta kosningalögum

Hluti þingliðs demókrata í Texas á flótta í einkaþotu frá fylkinu til að gera þingið óstarfhæft.

Málin taka sífellt á sig furðulegri mynd varðandi umræðu og breytingu á gallaðri kosningalöggjöf í Bandaríkjunum, þar sem kjósendur þurfa ekki að sanna hverjir þeir eru við atkvæðagreiðslur eins og tíðkast víðast hvar annars staðar í hinum Vestræna heimi.

Í Texas flúðu tóku þingmenn demókrata fylkið, þegar greiða átti atkvæði um tillögur repúblikana um breytta kosningalöggjöf m.a. með skyldu kjósenda að sýna persónuskilríki við atkvæðagreiðslur. Með því að flýja þingið, varð þingið óstarfhæft og gat ekki afgreitt lagafrumvarpið. Ríkisstjóri repúblikana í Texas, Greg Abbott, hefur nú heitið því að láta handtaka þingmennina og neyða þá til að vinna störfin, sem þeir eru kjörnir til og fá greitt fyrir að gera:

„Um leið og þeir koma aftur til Texas, verða þeir handteknir, þeir verða hýstir inni í höfuðborg Texas þar til þeir mæta í vinnuna“ sagði Abbott.

Yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna vilja að krafist verði persónuskilríkja í almennum kosningum

Á löggjafarsamkundu Texas hafa repúblikanar meirihluta 18-13 í öldungadeildinni og 83-67 í fulltrúardeildinni og voru þeir tilbúnir með frumvarp um endurbætta kosningalöggjöf til atkvæðagreiðslu. Eins og með svipuð frumvörp víðsvegar um Ameríku er málið að tryggja, að fólkið sem kýs hafi löglegan kosningarrétt og sé í raun það sem það segist vera.

Demókratar leggjast gegn lögunum vegna krafna um skýrari atkvæðaseðla og framvísun persónuskilríkja. Vandamálið fyrir demókrata, sem vilja ekki breyta kerfinu, er að flestir Bandaríkjamenn styðja kröfuna um persónuskilríki með mynd. Samkvæmt skoðanakönnun frá Monmouth styðja 62% demókrata, 87% sjálfstæðismanna og 91% repúblikana kröfuna um persónuskilríki með mynd. Meirihluti þingmanna í Texas ætlar því í rauninni að samþykkja frumvarp, sem mikill meirihluti Bandaríkjamanna styður.

Hindra lýðræðislega kjörið þing frá því að framfylgja lýðræðinu

Og hvað gera demókratar þá? Í yfirlýsingu þingmanna demókrata í Texas segir: „Í dag stöndum við Demókratar á þinginu í Texas saman í ákvörðun okkar um að hunsa frumvarpið og við neitum að leyfa löggjafarvaldinu, sem er í höndum Repúblikanaflokksins, að setja hættuleg lög sem troða kosningarfrelsi kjósenda í Texas í svaðið.“

A.m.k. 58 þingmenn demókrata flúðu síðan í einkaþotum frá Austin til Washington DC. Fjarvera þeirra frá þingstörfum frysti allar atkvæðagreiðslur á Texasþinginu og gerði þingið óstarfhæft, þar sem tveir þriðjuhlutar þingmanna verða að vera viðstaddir til þess að hægt sé að taka ákvarðanir á þinginu.

Núna eiga þingmennirnir yfir höfði sér að vera handteknir við komuna til Texas og verða neyddir til að fara í vinnuna svo þingið geti unnið störf sín. Ef þingmenn demókrata vilja eyðileggja möguleika þingsins að afgreiða lögin á þessarri önn, þá þurfa þeir að vera í burtu í rúman mánuð.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila