Þingmenn Demókrata þrýsta á Joe Biden að láta kjarnorkuvopnakóðana frá sér

Í bréfi yfir 30 þingmanna Demókrataflokksins til Joe Biden Bandaríkjaforseta er farið fram á, að hann láti af höndum kóðana og völd sín sem forseti yfir kjarnorkuvopnunum. Bréfið er skrifað af Jimmy Panetta og Ted W. Lieu fulltrúardeildarþingmönnum Demókrataog einnig af 29 öðrum flokksbræðrum þeirra og þingmönnum (sjá mynd í tísti hér að neðan). Lýsa þingmennirnir yfir áhyggjum að forsetinn geti einsamall hleypt af stað kjarnorkustríði.

„Að veita einum manni þessi völd er áhættusamt. Fyrri forsetar hafa hótað að ráðast á önnur ríki með kjarnorkuvopnum eða sýnt þannig hegðun, að embættismenn hafa látið í ljós áhyggjur af heilsu forsetans.”

„Jafnvel þótt forseti ráðfærir sig við aðra áður en fyrirskipun er gefin um kjarnorkuárás, þá eru engar kröfur um slíkt. Herinn er skuldbundinn að framkvæma skipunina svo lengi sem hún er lögleg samkvæmt herlögum. Við núverandi aðstæður er hægt að hefja kjarnorkuárás með nokkurra mínútna fyrirvara.”

Leggja þingmennirnir til að varaforsetinn eða forseti fulltrúardeildarinnar verða að samþykkja fyrirskipun um slíka árás. Forsetinn getur ekki rekið þau úr embætti ef þau neita að verða við slíkri ósk forsetans. Nancy Pelosi reyndi í janúar að fá Mark A. Milley hershöfðingja til að taka kóðana að kjarnorkuvopnum af Trump, því hún taldi forsetann vera „óstabílan.” Milley útskýrði þá fyrir forseta fulltrúardeildarannar að hann gæti ekki gert það, þar sem slíkt skilgreindist sem valdataka hersins.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila