Þingmenn frá 10 löndum hvetja til sniðgöngu Vetrarólympíuleikanna í Peking 2022

Þingmenn frá 10 löndum og ESB hafa flutt tillögu um að vetrarólympíuleikarnir í Peking 2022 verði sniðgengnir í ljósi meðferðar kommúnistastjórnarinnar á kínverskum borgurunum, fyrst og fremst Úigurum, Tíbetum og Hong Kong-búum. Þingmennirnir eru frá Bandaríkjunum, Bretlandi, ESB-þinginu, Þýskalandi, Kanada, Ítalíu, Tékkalandi, Swiss, Svíþjóð, Danmörk og Litháen. Skrifa þingmennirnir að „heimurinn þoli ekki og muni ekki hvítþvo áframhaldandi glæpi kínverska kommúnistaflokksins.” Tvíhliða ályktun var lögð fram á Bandaríkjaþingi á mánudag af Tom Malinowski (Demokratar) og hvetur hann Alþjóðaólympíunefndina (IOC) til að „hefja neyðarleit að öðrum stað til leysa af Olympíuleikina 2022.“

Talið er að yfir milljón Úígúrar séu í fangelsi vegna kynþáttar, tungumáls eða trúarbragða, þvert á Ólympíusáttmálann, þar sem segir að íþróttir séu „mannréttindi sem tryggja skuli án mismununar af neinu tagi.“ Segir í yfirlýsingu þingmannanna að þegar Ólypíuleikarnir voru haldnir í Peking 2008, þá „fylgdu þeim víðtækt eftirlit, handtökur og ógnun við erlenda blaðamenn og bloggara, auk takmarkana á ferðum blaðamanna.“

Vilja að Alþjóða Ólymíunefndin grípi til neyðarúrræðis og velji annan stað fyrir Vetrarólympíuleikana 2022

Í tillögu á breska þinginu, sem þingmennirnir Sir Iain Duncan Smith lögðu fram 7. júní, segir að „ætlun Alþjóða ólympíunefndarinnar til að halda sér ofar stjórnmálum leyfir ekki að augunum sé lokað fyrir fjöldaódæðisglæpum.“ Tillagan, sem var m.a. studd af Verkamannaflokknum og frjálslyndum, hvetur Alþjóða Ólympíunefndina til að setja af stað neyðarleit til að finna annan stað fyrir leikina 2022. Á Evrópuþinginu vakti meðferð Kína á Úígúrum þá spurningu, hvort kínverska stjórnin sé hæf til að halda vetrarólympíuleikana á næsta ári. Engin Eroglu, þingmaður Evrópuþingsins, spurði í formlegri fyrirspurn hvort „Leiðtogaráðið hafi átt samtöl við Alþjóðlegu Ólympísku nefndina um hvaða lágmarks mannréttindakröfur séu gerðar til ríkja sem vilja halda Ólympíuleikana.“

Kína í miðju myrkasta tímabils mannréttinda

20 þingmenn ESB-þingsins hvöttu leiðtogaráð Evrópusambandsins til að endurskoða að senda fulltrúa og boð til aðildarríkja ESB á vetrarólympíuleikana í Peking og biðja fyrirtæki innan ESB að hætta að styrkja leikina vegna nauðungarvinnu Úígúra. Fulltrúar Kanada, Þýskalands, Ítalíu, Tékklands, Sviss, Svíþjóðar, Danmerkur, Litháens og annarra ESB-aðila hafa lagt fram lagafrumvörp til að hvetja viðkomandi lönd til að hafna boði Ólympíuleikanna í Peking.

Uffe Elbaek, þingmaður danska þingsins, sagði: „Kína er í miðju myrkasta tímabils mannréttinda eftir fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar. Það er mikilvægt að lýðræðisríki noti sérhvert tækifæri til að rísa gegn mannréttindabrotum hvenær sem þau eru framin. “

Athugasemdir

athugasemdir

Deila