Þingmenn repúblikana flytja aftur frumvarp um að kínverskir embættismenn verði gerðir ábyrgir fyrir COVID-19

Hópur öldungadeildarþingmanna repúblikana hefur á ný lagt fram frumvarp með það að markmiði að láta kínverska embættismenn bera ábyrgð á því að þagga niður og rangfæra upplýsingar um COVID-19 heimsfaraldurinn. Öldungadeildarþingmaðurinn Marsha Blackburn (R-Tenn.) sagði (sjá myndband að neðan) að „Kínverski kommúnistaflokkurinn þaggaði niður Dr. Li og mörgum öðrum fyrir að reyna að segja sannleikann um kórónaveiru og afstöðu Peking. Samtímis stóðu þeir á hliðarlínunni, þegar veiran breiddist út um allan heim og olli dauða og tjóni í milljónatali.“

Frumvarpið ber heitið „Li Wenliang Global Public Health Accountability Act“ og er lagt fram af þingmönnum Repúblikana þeim Marsha Blackburn, Tom Cotton, Steve Daines, James Lankford, Rick Scott og Tom Tillis.

Li Wenliang læknir var einn af nokkrum kínverskum lækna-uppljóstrurum, sem reyndu að vara almenning við „óþekktri lungnabólgu“ í Wuhan í lok desember 2019. Kínverska stjórnin hunsaði viðvaranirnar – í staðinn var Li fluttur á lögreglustöð, ákærður fyrir að „dreifa sögusögnum og trufla samfélagið.“ Li lést 7. febrúar eftir að hafa smitast af Kína-veirunni.

Forsetinn fær heimild m.a. að banna ferðir til Bandaríkjanna og ógilda vegabréf

Löggjöfin veitir forsetanum heimild til að beita refsiaðgerðum gegn kínverskum embættismönnum vegna athafna „til að leyna eða vísvitandi koma með rangar upplýsingar um neyðarástand í lýðheilsumálum sem er alþjóðlegt áhyggjuefni“ þar með talið COVID-19 skv. texta frumvarpsins.

Refsiaðgerðirnar fela í sér bann á ferðum til Bandaríkjanna, afturköllun núverandi vegabréfsáritana í Bandaríkjunum og lokun á fasteignaviðskipti innan Bandaríkjanna. Að auki myndi löggjöfin veita þinginu heimild til að biðja forsetann að fara yfir þátt tiltekinna erlendra embættismanna í farsóttarkreppunni. Forsetinn fær 120 daga frá beiðni þingsins til að tilkynna, hvort viðurlögum verði beitt gegn embættismönnunum. Forsetinn getur einnig afnumið refsiaðgerðir gagnvart erlendum embættismönnum ef í ljós kemur, að kærur og refsingar hafa verið hlutfallslega of miklar miðað við tilefnið.

Þrýstingur Kínverja neyddi ríkisstjórnina til að „rannsaka“ dauða Dr. Li Wenliang

Vegna gríðarlegarar gagnrýni innanlands neyddist kínverska stjórnin til að „rannsaka“ mál Dr. Li Wenliang og var tveimur lögreglumönnum refsað í mars 2020 fyrir „óviðeigandi“ aðgerðir gagnvart lækninum. Gagnrýnendur segja að lögreglumennirnir tveir hafi aðeins verið syndabokkar svo ríkisstjórnin gæti þvegið hendur sínar.

Marsha Blackburn sagði: „Allar aðgerðir erlendra stjórnvalda til að þagga niður í þeim sem veita viðeigandi upplýsingar um bresti í lýðheilsumálum eru óásættanlegar og þau verða að sæta ábyrgð að fullu.“

Frá því heimsfaraldurinn hófst hefur Peking kennt mörgum löndum, þ.á.m. Indlandi, Ítalíu og Bandaríkjunum, um útbreiðslu Kína-veirunnar. 7. júní lýsti kínverska sendiráðið á Ítalíu því yfir á samfélagsmiðlum, að Mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu færi með „staðlausa stafi varðandi uppruna veirunnar.“ Kínverska stjórnin hefur ítrekað hindrað utanaðkomandi rannsóknaraðila frá frjálsum aðgangi í Kína til að rannsaka hvaðan veiran kom.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila