Seðlabankinn ætti að sjá um umsýslu þjóðarsjóðs en ekki einkaaðilar erlendis

Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra

Þjóðarsjóður ætti að vera í umsjá Seðlabanka Íslands ef hann yrði settur á laggirnar enda væri það eðlilegast og alls ekki að vera í höndum einkaaðila í útlöndum.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Oddný segir hugmyndina um þjóðarsjóð í raun vera afar slæma hugmynd

það er auðvitað galin hugmynd og sérstaklega þegar horft er til þess að á sama tíma og afkoma ríkissjóðs sé neikvæð að vera þá að safna í sérstakan eftirlitlslausan sjóð úti í útlöndum, sem yrði notaður til fjárfestinga erlendis en ekki í innviðum hér heima

Í þættinum var útskýrt hvað þjóðarsjóður sé, en margir hafa velt fyrir sér í hvaða tilgangi eigi að stofna hann.

Hlusta má á afar fróðlega greiningu á þjóðarsjóðnum í þættinum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila