„Þjóðin vill nýja stjórnarskrá en ekki útvatnaðar stagbætingar á þeirri gömlu“

Katrín Oddsdóttir lögmaður

Krafan er skýr, fólk vill nýja stjórnarskrá en ekki stagbætingar á þeirri gömlu og ný könnun MMR sýnir enn og aftur þann vilja skýrt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Oddsdóttur lögmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Ný könnun MMR leiðir í ljós að 60% landsmanna telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá og hefur þeim sem telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá fjölgað um heil 8 prósent frá síðustu könnun.

Katrín sem er ein þeirra sem sat í stjórnlagaráði segir bæði þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs og könnunina sýna fram á að þjóðin hefur ekki áhuga á að stjórnmálamenn taki sér það vald að stagbæta gömlu stjórnarskrána

það er það sem forsætisráðherra og formannanefndin er að gera, það er verið að bæta inn ákvæðum sem eru útvötnuð miðað við samsvarandi tillögur Stjórnlagaráðs inn í gömlu stjórnarskrána, það er ekki það sem fólk var spurt um í þjóðaratkvæðagreiðslunni, fólk var spurt um hvort það vildi nýja stjórnarskrá og því var svarað með afgerandi hætti að fólk vill nýja stjórnarskrá og það einfaldlega þýðir ekkert að fara einhverja aðra leið og ætlast til þess að fólk gleymi og sé látið þola það, þetta eru grunnlög landsins og þjóðin er stjórnarskrárgjafinn“,segir Katrín.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila