Þjóðverjar krefjast afnáms neitunarvalds einstakra ríkja í utanríkismálum Evrópusambandsins

Utanríkisráðherra Þýskalands Heiko Maas leggur til að Evrópusambandið afnemi neitunarvald einstakra ríkja í utanríkismálum svo „ekki sé hægt að taka ESB í gíslingu.“ Það sem áður var talið lýðræði er í dag möguleiki til skemmdarstarfa gegn utanríkisstefnu ESB.

Þýska ríkisstjórnin vill, að Evrópusambandið afnemi neitunarvald einstakra aðildarríkja í utanríkismálum. Með því verður enn eitt skrefið tekið í átt að fullkomnu alríkisvaldi ESB. Gangi þetta eftir, má einnig búast við að neitunarvaldið verði einnig skert í öðrum málaflokkum, þar til það verður endanlega afnumið.

Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands tilkynnti hugmyndina og tillögu Þjóðverja á fundi með sendiherrum Þýskalands í gær að sögn Reuters. Maas sagði þá, að „Við getum ekki liðið að hægt sé að taka okkur í gíslan með neitunarvaldi einstakra ríkja, sem standa í vegi fyrir utanríkisstefnu ESB. Ef við leyfum þessu að halda þannig áfram, þá er samstaða ESB-ríkjanna í hættu. Neitunarrétturinn verður að fara í burtu.“

Þola ekki sjálfstæði Ungverjalands

Nýlega réðst fulltrúi þýsku ríkisstjórnarinnar á Ungverjaland fyrir að vera með andmæli og vinna gegn Evrópusambandsinu. Í apríl komu Ungverjar í veg fyrir yfirlýsingu ESB sem gagnrýndi nýja öryggislöggjöf Kína í Hongkong. Í fyrra mánuði neituðu Ungverjar að skrifa undir nýjan viðskipta- og þróunarsamning á milli ESB og ríki þriðja heimsins í Afríku, Vesturindíu og á Kyrrhafssvæðinu. Ungverjaland neitaði einnig að styðja yfirlýsingu ESB um vopnahlé á milli Ísrael og Hamas að sögn Reuters.

Victor Orban forsætisráðherra Ungverjalands segir að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir aðildarríkjanna eigi að ákveða utanríkisstefnu ESB en ekki búrakratarnir í Brussel. „Hvað varðar stefnu Evrópu gagnvart Kína, þá teljum við að við verðum að koma í veg fyrir kalt stríð og kaldastríðsmenningu í heimspólitíkinni.“ Ríkisstjórn Ungverjalands hefur bundist sterkari böndum með Kína og leyfir kommúnistum að byggja háskóla að kommúnískri fyrirmynd í Búdapest. Útvarp Saga hefur greint frá mótmælum Ungverja gegn háskólanum.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila